Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 36
Tímarit Máls og menningar
líkindum einnig vanþóknun meðal fjöldans undir lokin. Almennt má segja að
vinstriöflin í menningarbyltingunni hafi liðið fyrir eintrjáningshátt (secterism)
og frumstæðan skilning á marxismanum. Frumstæð hugtakanotkun vinstri
aflanna gerði það að verkum að boðskapur endurskoðunarsinnanna hljómaði
ekki eins hjárænulega í eyrum. Því gerðist það eftir lát Maos, að óánægja
menntamannanna og viss þreyta meðal fjöldans leiddi til þess að hluti hans
fylkti sér um endurskoðunarsinnana (m.a. af ótta við borgarastyrjöld) — eftir að
forsvarsmenn þeirra höfðu framkvæmt valdarán.
A tíma kom upp óvissa gagnvart stöðu flokksins annars vegar og skipulags-
forma menningarbyltingarinnar hins vegar. Eftir að Shanghai-kommúnan hafði
leyst upp flokksnefndina og borgarstjórnina í Shanghai og stofnað raunverulega
kommúnu í anda upprunalegrar stefnuskrár flokksins var snúið til baka og
tuttugu dögum síðar var kommúnan leyst upp en byltingarnefnd Shanghai
stofnuð undir forsæti Chang Chun-chiao, sem einnig hafði tekið þátt í stofnun
Shanghai-kommúnunnar. Mörgum eldri flokksfélögum þótti nóg um gagn-
rýnina á flokkinn og flokksfélaga sína, og á endanum ákvað pólitíska mið-
nefndin að „takmarka gagnrýnisherferðina" til þess að viðhalda einingu og lífi
flokksins. Um það leyti óx vegur hersins til muna, og gagnrýnisherferðunum
var nú stjórnað meira ofan frá af Lin Piao og skeytunum beint meira að einstökum
mönnum eins og Liu Shao-chi og Teng Hsiao-ping jafnframt því sem Piao stofnaði
„áróðurssveitirnar fýrir hugsun Mao Tse-tung“. Þróunin varð í þá átt
að fjöldahreyfmgin, sem hafði einkennt menningarbyltinguna t upphaft hreyttist í
áróðurs- og gagnrýnisherferðir, sem stjómað var ofan frá. Árið 1971 var áhrifamáttur
hersins og Lin Piao orðinn það mikill að hann ógnaði byltingaröflunum, og Lin
Piao var þar með komið fyrir kattarnef á dularfullan hátt. En byltingaröflin
höfðu þrátt fyrir það ekki meirihluta innan flokksins: fulltrúar þeirra mynduðu
einungis þriðjung pólitísku miðnefndarinnar. Valdaránið í október 1976, sem
herinn átti stóran þátt í, var hápunktur harðvítugrar baráttu, sem hafði staðið
um árabil. Þessi gangur mála réðist m.a. af því skipulagsformi, sem tekið var upp
þar sem frumkvæðið var tekið úr höndum fjöldahreyfingarinnar sem átti sér
mörg skipulagsform, en hin forræðislegu skipulagsform látin ráða ferðinni. Það
tengdist aftur því að hugmyndin um framkvæmd kommúnunnar sem skipu-
lagsforms var gefin upp á bátinn.
Hér vaknar greinilega spurningin um samband flokksins og fjöldahreyfing-
anna. Spurningin verður einfaldlega hvort valdið eigi að vera í höndum fjöldans,
samtaka hans og hinna framsæknu afla, eða hvort það eigi að vera í höndum
410