Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 60
Tímarit Máls og menningar finnur ekkert svar í leit sinni að sönnu lífi, fær ekki svalað þrá sinni eftir dýpstu rökum. Hvernig skal lifa réttilega samkvæmt lögmálinu þegar lögmálið er óþekkjanlegt, þegar það opinberast aðeins í afskræmdu og spilltu líki auvirði- legustu þjóna þess og þegar sagt er að birtan sem lögmálið ber sé of skær til þess að mannleg augu þoli hana? Líf nútímamannsins hefur glatað öllum endan- legum verðmætum, eins og Kafka fann svo sárt á sjálfum sér. Og því er það að Jósep K., sem hvorki er fursti, sonur guðs né rómaður fræðimaður, heldur einungis venjulegur borgari og embættismaður, er ólíkur öllum forverum sínum. Hann leitar árangurslaust að undankomuleið. Sekt hans er fangalíf sem dauðinn einn getur frelsað hann frá. Við hvaða lögmál hefur Jósep K. gerst brotlegur? Þegar hann er skyndilega gripinn sektarkennd leitar hann svars. En hver getur gefið það? I vaxandi örvæntingu leitar hann til allra þeirra afla sem fyrr meir hafa fært mönnum hjálpræði, en þau bregðast honum öll með tölu. Ættarbönd, konan, listin, trúarbrögðin — öll eru þessi öfl úr sér gengin. Ættarbönd. í sögunni er lögð áhersla á að Jósep K. hefur vanrækt þau. Mörg ár voru liðin síðan hann hætti að heimsækja móður sína í sveitinni. Hann hafði vanrækt frænku sína. Og hann lítur á frænda sinn, sem ól hann upp, sem „svip frá fortíðinni“. Frændinn lifir enn í heimi einfeldningslegra og gatslitinna hugmynda. Eina aðstoðin sem hann getur boðið er að fara með Jósep K. til lögfræðings sem getur enga raunverulega hjálp veitt. Konan. Allar konurnar þrjár sem verða á vegi Jóseps K. bjóðast til að hjálpa honum — eins og Fráulein Búrstner orðar það liggur þekking þeirra á lausu honum til handa — en í öll skiptin reynist hjálpin ófullnægjandi og þekking þeirra er ekki af því tagi sem Jósep K. þarfnast. Fráulein Búrstner er aðeins í þann mund að ráða sig í vinnu á lögfræðiskrif- stofu, þannig að loforð hennar um aðstoð geta aðeins komið að gagni í framtíðinni. En þau verða að engu hvort eð er þar sem hún slítur sambandi við K. eftir fyrsta samtal þeirra. Hvað konu dyravarðarins áhrærir afþakkar K. hjálp hennar þar sem hún er einungis kunnug lítilsigldum undirtyllum við dóm- stólana, og „þekking“ hennar, sem fólgin er í lauslæti, getur ekki orðið honum að liði í leit hans. Og Leni, hjúkrunarkona Hulds lögfræðings, laðast að nálega öllum sakborningum, hún daðrar við þá og elskar þá alla. Lögfræðingurinn krefst algers trúnaðartrausts af skjólstæðingum sínum og hjúkrunarkonan gerir fullkomna sakarjátningu að skilyrði fyrir aðstoð sinni. En hvorugur kosturinn — hvorki blint trúnaðartraust né uppgjöf vitsmunanna i ástarsambandi — er fyrir hendi í heimi nútímans. I þeim heimi eru menn á borð 434
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.