Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 62
Tímarit Máls og menningar yfirdrepsskapur er ríkur þáttur í lífi hans. Hann býr í óvistlegu herbergi sem er í eigu dómstólanna og mettað er eitursvækju. Hann er í vafasömum tygjum við hóp af nær vanvita stúlkum. Hann þekkir aðeins neðstu raðirnar í skrifstofu- veldi réttarkerfisins en er fús til að mála rannsóknardómara í hetjulegum stellingum eins og þeir væru fulltrúar hins æðsta réttlætis. Þegar hann málar ekki eftir pöntun getur hann ekkert búið til annað en endalausa röð aumlegra landslagsmynda sem eru allar eins. Aðeins í óskhyggjudraumórum (í útstrikuðu handritsbroti) kemur Titorelli fram sem leiðsögumaður Jóseps K. gegnum þá dómstóla sem eru honum að öðru leyti óaðgengilegir og leiðir hann inn í friðsælt sæluástand. Trúarbrögðin. Skefjalaus trú, blind hollusta við guð, tilheyrir fortíðinni og verðurekki endurheimt. Horfið er vald hennar til að losa manninn undan angist hans. Hann veit að hann getur á engan treyst nema sjálfan sig og að frá þeirri stundu er hann tekur að ígrunda líf sitt stendur hann frammi fyrir óþekktum en miskunnarlausum dómstól, saklaus en engu að síður sekur, þekkir hvorki lögmálið né dómarann, en veit samt ... Lögfræðingurinn Huld (nafnið merkir náð eða hylli) krefst algerrar trúar. En K. er ekki lengur fær um slíkt. En reyndar er það svo að jafnvel iðnaðarmaður- inn Block, miklu einfaldari manngerð, sem er fullur lotningar fyrir yfirvaldinu og skríður fyrir Huld eins og hundur, setur ekki traust sitt á einn lögfræðing heldur ræður sér með leynd fimm lagasnápa til viðbótar. Ovissan um trúna, eða réttara sagt skipulagsbundin trúarbrögð, kemur skýrt fram í langri samræðu við prestinn í dómkirkjunni. Utskýring hans á dæmi- sögunni um manninn utan af landi sem leitaði laganna sýnir að ótvíræð og almennt viðurkennd túlkun hinna fornu texta — sem nefndir eru „Ritningin" — er ekki lengur fyrir hendi. Varla er eitt einasta atriði í þessari túlkun sem Jósep K. og presturinn geta komið sér saman um. Af samtali þeirra gengur það glöggt fram að presturinn, sem er þjónn bæði trúarbragða og laga, gerir kröfur til K. sem hinn síðarnefndi getur með engu móti fallist á. Undir lok samræðunnar heldur presturinn því fram um vörðinn við dyr laganna að „hvað sem okkur kann að finnast um hann ... er hann engu að síður þjónn laganna; það þýðir að hann heyrir lögunum til og er sem slíkur hafinn yfir dóm okkar mannanna‘.“ Þessar tvær kennisetningar getur K. einfaldlega ekki fallist á. Hann getur ekki viðurkennt að til sé neitt sem er „hafið yfir dóm okkar mannanna". Ekki getur hann heldur samþykkt að nokkur þjónn laganna sé 436
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.