Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 70
Tímarit Máls og menningar
Hinn hálfi og klofni hugur erfist ekki af nýfrjálsri þjóð fyrr en í óefni
stefnir og efnahagur og menning berjast sem óskapnaður í blindgötu. í
blindgötu úthverfamenningar er engin alþjóðahyggja til nema hjá auð-
hringum. Gamlir hugsjónamenn og verkalýðurinn eru orðnir að form-
lausu stofufólki sem kappkostar að líkjast nýbólstruðum sófum. I húsum
við blindgötuna liggja afkvæmi sófanna, barnahúsgögn úr plasti, og
vagga sér ánægð við lestur bóka nýju kerlingabókabylgjunnar um „forð-
um daga“. Þar eru súrsætar lýsingar á sófunum þegar þeir voru snauðir
eldhúskollar eða kjaftforir kjaftastólar í kreppunni. I slíkri andlegri
blindgötu þjóðar eru allir annað hvort á pörtum eða milli vita.
Brátt var auðheyrt, að farþegar Flugfélags Islands í flugi númer 409
voru eitthvert afbrigði af blindgötubúum. Danirnir virtust vera undir-
gefin fórnarlömb nýlenduhugarfars sem lætur undan síga og hlýðir án
þess að valdið sýni allar klærnar. Slík lömb fagna jafnvel ef þau fá tækifæri
til að verða nýlenda menningar stórþjóða, helst af ætt engilsaxa. Heims-
valdastefnan á ofanverðri tuttugustu öld er frábrugðin heimsmarkaðs- og
hráefnaleit heimsvelda á fyrri hluta aldarinnar eða ásókn heimsvelda áður
i að eignast fjarlæg lönd. Hún einkennist af lævísri aðferð við að leggja
undir sig lágmenningu smáþjóða, og ná stórþjóðir þannig yfirráðum yfir
neysluþörf landsmanna og æðri menningu, því menntamenn úthverfa-
hyggjunnar flaðra um tær bólstruðu kjaftastólanna.
Sá sem flettir í flugvél í dönskum blöðum fær á tilfinninguna að
danskt menningarlíf sé dæmigert fýrir vel stæða menningarnýlendu.
Danir eru á ýmsan hátt betur settir en þjóðir sem byggja fyrrverandi
nýlendur þeirra. Aður var nýlendubúunum lán í óláni að þeir voru of
snauðir til að geta orðið menningu stórvelda að bráð. Þjóðir þurfa að búa
við sæmilega afkomu á sviði efnahagsmála ef þær eiga að vera færar um að
svala fýsn sinni og leggjast undir engilsaxneska menningu. Að gerast
dönsk menningarnýlenda er ekki eins fjárfrekt, það getur næstum hver
íslensk sál.
Vilji einhver gerast engilsaxneskur menningarþræll þarf hann að vera
gífurlegum tækjum búinn: eiga sjónvarp, hljómflutningstæki, kasettu-
tæki, útvarp og svo allar „aukagræjurnar“. Tekjur menningarþrælsins
þurfa í þokkabót að hrökkva til kaupa á topplögum hvers mánaðar á tíu
444