Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 103
Vanrœkt vor Hans Scherfig Hans Scherfig varð fyrst verulega vinsæll eftir að skáldsagan Vanrcekt vor kom út. Hún gerist í skóla nokkrum í Kaupmannahöfn og lýsir hópi drengja frá því að þeir hefja nám í skólanum og þar til þeir taka stúdentspróf. Tuttugu og fimm árum eftir prófið hittast þeir aftur í stúdentafagnaði. Skólagöngu þeirra er lýst sem kvöl, daglegri auðmýkingu og skólalærdómnum sem tilgangslausum og úr tengslum við umheiminn. Kennararnir notfæra sér vald sitt og hafa allnokkra nautn af að beita því, þroskaár nemendanna — „vor“ þeirra — eru eyðilögð af fullorðnum kúgurum. En í stúdentafagnaðinum er allt gleymt og grafið. Með einstaka undantekningum hafa stúdentarnir hafnað í trúnaðarstöðum sem þeir gegna með valdsmennsku: yfirlæknir, lögreglustjóri, prestur o.s.frv. Það vega- nesti sem þeir hafa tekið með sér frá skólaárunum er ekki minningin um margra ára leiðindi heldur bjartar endurminningar um góða gamla skólann og hina hefðbundnu menntun sem enginn getur án verið. Væmnasti ræðumaður veislunnar, presturinn, lýkur lofgjörð sinni um skólann og æskuna með þessum orðum: „— Ó gætum við aðeins endurlifað þessa daga! Gætum við aðeins brotið lögmál náttúrunnar! — Gætum við aðeins fært hina stóru heimsklukk'u afturábak! Gætum við aðeins snúið tímans rás! Gætum við aðeins grátbænt alheiminn: Gef oss bernskuna aftur! Leið oss aftur til hamingjulands bernskunnar!“ (bls. 48). Þessi bón rætist strax í næsta kafla sem Scherfig hefur með orðunum „Vekjaraklukka hringir úti í myrkrinu“ (bls. 49). Bygging skáldsögunnar ákvarðast af þessum skiptum milli fortíðar og nútíðar. I fyrsta hluta (3 kaflar) er sagt frá því hvernig latínukennari nokkur lést „fyrir allmörgum árum“ eftir að hafa borðað brjóstsykur. í öðrum hluta (11 kaflar) kynnumst við velefnuðum þjóðfélagsstólpum sem er lýst við vinnu sína og í stúdentafagnaðinum. Þriðji og lengsti hluti sögunnar (37 kaflar) lýsir skólaárunum og þar með talið morðinu á latínukennaranum. Að lokum komum við aftur að stúdentafagnaðinum í 52. kafla. Þessi frásagnaraðferð, með snöggum skiptingum milli þess sem var og er, er mjög áhrifarík því að höfundurinn notar hana til að afhjúpa sannleikann: sannleikann um skólann, sannleikann um dauða latinukennarans. Bókmenntaleg flokkun skáldsögunnar Skáldsögunni má lýsa í tiltölulega stuttu máli út frá því hvaða frásagnarteg- undum hún tilheyrir. í fyrsta lagi er hún hópsaga. Aðalpersónan er ekki ein- 477
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.