Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 114
Tímarit Máls og menningar
skemmtilega hún sé skrifuð — og að öðru leyti taka undir þær borgaralegu
hugmyndir sem bókin ber gagnrýnislaust á borð: hugmyndir um hina eðlilegu
verkamenn, valdhafana í ríkiskerfinu og hið óumbreytanlega samfélag.
Skólinn hefur þörf fyrir verk Scherfigs vegna þess að með því að hafa Vanrcekt
vor á námsskránni flaggar kerfið umburðarlyndi sínu í menningarmálum og
vegna þess að þegar á allt er litið er bókin ekki hættuleg kerfinu. Með allt þetta
í huga er óneitanlega forvitnilegt að rifja upp þær móttökur sem bókin fékk á
sínum tíma hjá bókmenntastofnuninni. Þar má sjá allt það varnarkerfi í gangi
sem borgaraleg bókmenntagagnrýni notar til að draga úr áhrifum pólitískra
listaverka. Þannig fáum við innsýn í hve erfitt það getur verið fyrir framsækinn
rithöfund að koma verkum sínum á framfæri jafnvel þótt hann samsami sig í
ríkum mæli viðteknum hugmyndum.
Blaðaskrifin um Vanrcekt vor á því ári sem bókin kom út einkennast af tvenns
konar tilhneigingum. Annars vegar er reynt að draga fram hið algilda innihald
verksins. Höfundinum er hrósað fyrir dirfsku og lögð er áhersla á að börn,
kennarar og skólar séu alltaf eins. Hér er vísað til hins sértceka og sammannlega.
Hin afstaðan í gagnrýninni tekur mið af lykilsögunni. Sagan er borin saman við
það sem tíðkaðist á skólaárum Scherfigs eða hann er gagnrýndur fyrir að hafa
opinberað hatur sitt. Með öðrum orðum, reynt er að gera listaverkið persónu-
bundið. Það sem Scherfig gerir í rauninni er að nota persónulega reynslu sína í
skáldsögu sem dregur pólitískan veruleika á gagnrýninn hátt inn á hið
menningarlega svið. Slík samtvinnun tveggja heima sem hefðbundin borgaraleg
hugsun heldur aðskildum fær borgaralega gagnrýnendur til að rísa upp á
afturfæturna.
Því samkvæmt hugmyndafræði borgarastéttarinnar á listin að halda sig innan
ákveðinna viðurkenndra marka. Hún á að vera vettvangur þeirrar reynslu sem
einstaklingurinn verður fyrir sem mannvera, sem um leið þýðir að sú reynsla sem
tilheyrir t.d. atvinnulífinu sé listinni óviðkomandi. En þó að listin eigi sam-
kvæmt þessum borgaralegum hugmyndum að fást við hið einstaklingsbundna
merkir það ekki að höfundurinn eigi að trana einkalífi sínu fram. Nei, reynslu
einstaklingsins verður að sýna sem sammannlega til að borgaraleg fagurfræði
geti viðurkennt hana. „Aftur á móti má ekki skilja kröfuna um hið sammann-
lega þannig að listin eigi að miðla reynslu sem menn verða fyrir sameiginlega.
Því þá erum við strax orðin pólitísk. En stjórnmál eiga sinn afmarkaða vettvang
samkvæmt þeirri þjóðfélagssýn sem hér hefur verið rakin, það er ekki viðeigandi
að láta þau ryðjast inn á svið hinnar hreinu listar.
Þessi afmörkun listarinnar gagnvart öðrum fyrirbrigðum mannlegs lífs er
488