Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 121
Samskipti Magnúsar Stephensen og fátœkranefnda Magnúsar tók nefndin þá afstöðu „að skjóta þessu málefni til amtsins úrlausn- ar“. Ekki virðast amtsyfirvöld hafa treyst sér til að skera úr þessu deiluefni á eigin spýtur því að árið eftir, hinn 30. ágúst 1824, kemur fram í gjörðabók nefndar- innar að amtmaður hafi skotið málinu til úrskurðar íslensku stjórnardeildar- innar í Kaupmannahöfn. Segir í fundargerðinni að nefndinni hafi borist amts- bréf, dagsett hinn 11. ágúst 1824, hvar í Commissioninni er kunngiört að Cancelliet hafi úrskurðað að tíund skuli svarast af Viðey, og Justiarius í Landsyfirréttinum geti ei frifundist fyrir Extrabidragi til fátækra ordentlig eller overordentlig-viðvíkiandi þessu efni fann Commissionin tilhlýða að skrifa herra Confcrensr: og óska tillags fyrir 2 næstliöin ár eptir áqvörðun þeirri sem Commissionin áður hefir giört, hvar af þessi Cancellie bestemmelse er komin.11 Nefndin hafði lagt 10 vættir á landsvísu á Magnús í aukatillag haustið 1822 og sömu upphæð árið eftir. Virðist Magnús að fengnum úrskurði kansellísins hafa innt þessar greiðslur af hendi, a.m.k. er ekki framar minnst á þetta mál í gjörðabók nefndarinnar. Greiddi Magnús að öllu jöfnu hæsta útsvar 1 umdæminu til fátækraþarfa næstu ár. Árið 1824 greiddi hann 42 ríkisdali og árið 1830 og næstu ár þar á undan voru lagðir á hann 34 ríkisdalir. Árið 1830 komu Flensborgarhöndlunin og Jón Jónsson á Elliðavatni næst Magnúsi hvað upp- hæð útsvars varðar og greiddu báðir aðilar 24 ríkisdali. Þá komu kaupmennirnir Sivertsen, Möller, Vellejus ásamt Pétri Guðmundssyni í Engey, en þeir greiddu 16 ríkisdali hver. Má og til frekari samanburðar geta þess að Ulstrup landfógeti greiddi þetta sama ár 12 ríkisdali til fátækraþarfa. Sýnir þessi samanburður næsta vel hversu sterkefnaður maður Magnús Stephensen var.12 Ekki var Magnús Stephensen fullkomlega laus við. plágur af nefndarinnar hálfu þó þetta mál væri úr sögunni, því á fundi hennar 24. september 1829 kemur fram að nefndarmenn höfðu haft af því spurnir að konferensráðið ætti „báta og skip“ á Akranesi sem hvergi væru fram taldir til tíundar. Hafði nefndin undir höndum tilskrifaða staðfestingu hreppstjóra Akraneshrepps upp á þessa bátaeign Magnúsar og ákvað því að skrifa honum og fara fram á skýringar.13 Magnúsi varð heldur svaraseint, en á fundi nefndarinnar 11. febrúar 1830 kemur fram að henni hafi borist svarbréf hans. Ekki verður beint séð af bréfabók nefndarinnar hvaða skýringar Magnús gaf á ótíunduðum útgerðarefnum sínum á Akranesi. Virðist þó helst að hann hafi talið að þau væru tíunduð með öðrum eignum hans í Akraneshreppi en ekki í Reykjavík, þó bréfabók nefndarinnar, sem birtir einungis útdrátt innkominna bréfa, sé næsta óljós um þetta atriði.14 495 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.