Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 129
Umsagnir um bœkur Síðasta sagan í bókinni segir frá ferða- lagi sögumanns/höfundar til Grænlands og þó aðallega ungum dreng íslenskum sem hann kynnist í þeirri ferð. Piniartok, heiti sögunnar, þýðir veiðimaður og það er það sem hinn unga fullhuga dreymir um að verða. Hann vill hverfa aftur til náttúrunnar, lifa á veiðiskap en ekki heit- um pylsum, berjast við náttúruöflin í ermalausum bol með frumstæðum veið- arfærum og njóta lífsins. Persóna drengs- ins er heillandi skemmtileg eins og hann stígur upp úr sögunni, og maður gæti spurt sem svo hvort í honum, æsku hans og þrá eftir frumstæðu lífi, sé að finna vonina. Það er þó vafasamt að höfundur ætlist til slíkra ályktana af þessari sérstæðu sögu, en á hitt er að líta að hún er sú eina sem felur í sér raunverulegan fögnuð yfir lífinu, þess vegna er það fallega gert að setja hana seinasta. Ádrepur Framhald af bls. 386 og við ræddum húmor dana. Kom þar talinu að Gerður minntist á skap- gerðarmun þjóðanna. Það sem íslenskir rauðsokkar kölluðu pungrottur í heift sinni nefndu danir bara MAPPEDYR. Man ég að okkur kom saman um að dönskum mundi finnast þetta fyndið hjá sér. Fremri orðliðurinn: mappe merkir semsé ekki einvörðungu möppu heldur líka skjalatösku ellegar handtösku. Þá voru orðnar útbreiddar þessar ferköntuðu handtöskur sem yngri kynslóð ís- lendinga kallar stresskoffort — og þóttu stöðutákn. Menn sem báru þvílík skjalakoffort til að undirstrika mikilvægi sitt í samfélaginu nefndu danskir sem sé skjalatöskukvikindi eða handtöskuskepnur þ.e.a.s. mappedyr. Oft er vafasamt að þýða dönsku eftir orðanna hljóðan og frægt er dæmið um annan ráðherra íslenskan í konungsveislu. Hann þurfti að afsaka matsiði sína og sagði: ,Jeg slikker sá gerne ludeben!“ en lúða var á borðum. En snúum okkur aftur að töskuskepnum. Ekki man ég betur en Gylfi Þ. Gíslason vær; fyrsti maður hérlendis til að ganga með þetta ferstrenda stöðutákn um göturnar. Fleiri en ég tóku eftir þessu. Efni sagna Böðvars er áleitið og alvar- legt, en sögurnar eru sagðar af miklum léttleika sem vegur þar upp á móti. Það eru sérstaklega sögurnar úr bernsku skáldsins og frá Grænlandi sem njóta þessa léttleika í stilltri, kíminni frásögn sinni þar sem hógværð og úrdrætti er beitt í listilegri og elskulegri blöndu við ýkjur. Krakkarnir eru stöðugt að tína út úr sér höglin úr kartöflunum veturinn eftir minkadrápið — en þegar granninn er næstum því búinn að skjóta undan föður skáldsins segir einungis: „Þar munaði litlu að minkurinn ynni enn eitt óhappaverkið á íslenskri bændastétt“. (18) Ágætlega er staðið að útgáfunni, próf- arkir vandlega lesnar og forsíðumyndin yndisleg: rauður haus höfundar á svart- hvítum grunni. Silja Aðalsteinsdðttir. 503
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.