Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 32
Tímarit Máls og menningar ósvífna tal og svipti klútnum frá andliti líksins og þá stóðu karl- mennirnir líka á öndinni. Þetta var Stefán. Þeir viðurkenndu það strax. Hefði þeim verið sagt hann héti Sir Walter Raleigh hefðu þeir ef til vill látið hrífast af útlenda hreimnum, páfagauknum á öxl hans og krókbyssunni sem hann notaði til að drepa mannætur með, en Stefán gat ekki átt sinn líka í þessum heimi og þarna lá hann einsog smokkfiskur, stígvéla- laus, í alltof stuttum buxum og með þessar grjótkenndu neglur sem ekkert beit á nema hnífur. Það þurfti ekki annað en svipta klútnum frá andliti hans til að gera sér ljóst að hann skammaðist sín, það var ekki honum að kenna að hann var svona stór, svona þungur og svona fagur, og hefði hann bara vitað að þetta færi svona hefði hann leitað að minna áberandi stað til að drekkja sér, í alvöru talað, ég hefði sjálfur bundið galeiðuakkeri um hálsinn á mér og svo hefði ég slangrað svo lítið bæri á niður að hömrunum til þess að valda ykkur ekki þessum vandræðum núna, dauður á miðvikudegi einsog þið kallið það, til þess að trufla engan með þessu skítuga hræi sem á ekkert skylt við mig. Svo mikil einlægni var í fari hans, að jafnvel tortryggnustu menn, þeir sem fundu beiskjubragð af smásmugu- legum nóttum á hafinu og óttuðust að konur þeirra þreyttust á að láta sig dreyma um þá og færu að láta sig dreyma um sjórekin lík, jafnvel þeir, og aðrir sem voru enn harðari í horn að taka, fundu hvernig einlægni Stefáns nísti þá í merg og bein. Þannig vildi það til að Stefán fékk glæsilegustu útför sem hægt er að veita sjóreknum útburði. Nokkrar konur, sem farið höfðu í blómaleit til nálægra þorpa, komu aftur með fleiri konur sem ekki höfðu trúað því sem þeim var sagt, og þegar þær sáu líkið fóru þær að leita fleiri blóma og komu með enn aðrar konur til baka og fleiri og fleiri, þangað til ekki varð þverfótað fyrir blómum og fólki. Þegar til átti að taka þótti þeim sárt að skila honum í sjóinn munaðarlausum, og voru honum þá valin faðir og móðir úr hópi hinna bestu, og aðrir gerðust frændur hans og bræður og loks var svo komið að allir þorpsbúar voru skyldir sín á milli vegna skyld- leika við hann. Nokkrir sjómenn sem heyrðu grátinn úr fjarska töpuðu áttum og sagt var að einn þeirra hefði látið reyra sig við siglutréð, minnugur gamalla sagna um hafgúur. Meðan karlar og konur rifust um þau forréttindi að fá að bera hann á öxlum sér niður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.