Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 39
„1 túninu heima" að taka á móti þeim, „góðlegur höfðíngsmaður, sköllóttur með stórt yfirskegg, í bláum klæðisfötum og bauð okkur velkomin og bar mig yfir þröskuldinn sem var í hærra lagi“ (T 31). Þessi þröskuldur er auðvitað veruleiki, en hann verður hér einnig að tákni, þar sem hann markar upphaf á nýju og afdrifaríku tímabili í lífi drengsins. Annar kafli sömu bókar segir frá endurfundi höfundarins og vinnustúlkunnar Svönu úr Leirársveit, „sem kenndi mér að segja jesúspétur og hvur asskotinn hóar í dúsunni barnsins, ennfremur að nota lýsíngarorðið ,pu‘ (puari puastur) og mun vera franska“ (23). Áratugum seinna, í síðari heimsstyrjöldinni, rekst hann á Svönu á Laugarvatni „í hópi fátækra ekkna og mæðra.“ Hún segist hafa átt einn son og misst hann í sjóinn fyrir tíu árum. „Ertu búin að gleyma orðinu pu Svana mín?“ spyr Halldór til þess að minna á náið samband þeirra í gamla daga. En hún „brosti dauflega og annars hugar og sagði: Ekki stendur svo vel á fyrir þér Dóri minn, að þú getir lánað mér einsog fimm krónur?“ (36). Með þessum tilviljunar- kennda endurfundi, í þessum hversdagslegu orðum, er dregin upp skyndimynd af harmleik lífsins, bogi sleginn frá fjörugri og áhyggju- lausri æsku til dapurlegra örlaga — án allrar viðkvæmni. Síðasti kafli fyrsta bindis, „I þessu túni,“ er fallegt dæmi þess hvernig skáldleg heild myndast úr „dokumentarísku" efni. Þátturinn hefst í nútímanum. I endurminningu skáldsins hefur Laxnestúnið fengið keim af goðsögn: Oft er ég í draumi aftur staddur í þessu túni bernskunnar, Laxnes- túninu, og nú er ekki leingur til. Eg var eitt af grösunum sem uxu í þessu túni. Stundum ímynda ég mér að þetta hafi verið túnið í Völuspá, Iðavöllur, þar sem guðirnir rísa aftur eftir Ragnarök. Það var íslenskt tún (241). En í lok kaflans er kominn morgunn. Feðgarnir eru að leggja á stað ríðandi til Reykjavíkur, þar sem drengurinn er að hefja nám. Fólkið er ekki komið á fætur, en móðirin gefur þeim kaffi í eldhúsinu; „og þetta góða brauð“. „Eg vissi vel að ég var að fara að heiman fyrir fult og alt, við vissum það öll en létum sem ekkert væri“ (248). Kaflanum, og bókinni, lýkur með hinu undursamlega, angurværa ljóði „á þessu nesi / á þessu túni“ o. s. frv. En þar er líka minnst á dauðann: „Og þegar þú deyr þá lifir reyr“. Laxnestúnið verður að tákni liðins tíma, 157
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.