Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 11
Dauba leikhúsid vininn um nautnina. í París, Lundúnum og New York ríkir sama ófremd- arástand; það þarf nánast ekki að líta á tölur um miðasölu til þess að sjá að leikhúsið er að tærast upp og að almenningur veit af því. Það er hætt við að einhverjir kæmust í bobba ef fólk tæki að krefjast þess að leikhúsið veitti því raunverulega gleði, því að slíkt leikhús er ekki til. Ekki aðeins farsar eða söngleikir eru hættir að vera peninganna virði, leikhúsdauðinn smýgur einnig inn í óperur og harmleiki, leikrit Moliéres og leikrit Brechts. Hvergi þrífst hann þó betur en í leikritum Williams Shakespeares. Við horfum á þau leikin af góðum leikurum sem virðast gera allt á réttan hátt — þeir eru hressir og fjörugir, tónlistin hljómar og allir eru prúðbúnir eins og best gerist í klassísku leikhúsi. A meðan erum við innst inni að farast úr leiðindum og bölvum í hjarta okkar Shakespeare eða leikhúsinu sem slíku, eða jafnvel okkur sjálfum. Og því miður er til nóg af dauðum áhorfendum sem af sérstökum ástæðum njóta þess að horfa á leiksýningar þar sem ekki örlar á spennu eða jafnvel glaðværð. Eitt dæmi er menntamaðurinn sem ljómar af ánægju yfir hefðbundinni og hversdagslegri sýningu á klassísku bókmenntaverki vegna þess að þar hefur ekkert haggað við ástkærum og inngrónum skoðunum hans á leikritinu og samtímis hefur hann getað tautað utanað uppáhaldskaflana sína með leikurunum. I hjarta sínu þráir þessi áhorfandi leikhús sem lyftir huga hans á æðri svið, en telur sjálfum sér trú um að þessi ánægjulega upplifun leikritstextans sé það sama og slík upphafning. Því miður er tekið mark á dómum þessara spekinga og í skjóli þeirra er dauðastríð leikhússins framlengt um ófyrirsjáanlegan tíma. Hver sá sem fylgist með því hvaða sýningar öðlast vinsældir hlýtur að taka eftir einkennilegu fyrirbæri. Flestir búast líklega við því að sú sýning sem vinnur hylli almennings sé betri og líflegri en sú sem áhorfendur hafna — en það er nú samt ekki alltaf reyndin. I flestum leikhúsborgum kemur oftast nær fram á hverju leikári ein sýning sem hlýtur vinsældir, ekki þrátt fyrir leiðindin heldur vegna þeirra. Þegar öllu er á botninn hvolft finnst flestum að menning sé eitthvað leiðinlegt sem þeir verða að rækja skyldu sína við — og þess vegna hlýtur skortur á skemmtan að vera nægileg stað- festing á menningarlegu gildi sýningar. Auðvitað er erfitt að gefa nákvæma forskrift á blöndunni; ef leiðindaskammturinn er of sterkur haldast áhorf- endur ekki við í sætunum, ef hann er of veikur gæti þeim fundist sýningin full átakamikil. En miðlungshöfundar eru ótrúlega lagnir við að hitta á rétt hlutföll og flatneskjuleg leikrit þeirra, hlaðin lofi, sjá hinu dauða leikhúsi fyrir óþrjótandi næringu. Fólk fer í leikhús til að upplifa eitthvað sérstakt, ímyndar sér að ákveðin menningarleg sýndarmennska sé allt sem það sækist eftir og er þannig blekkt til að taka opnum örmum hlutum sem eru raunverulega nauðaómerkilegir. 377
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.