Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 20
Tímarit Máls og menningar
legt með Auschwitz og skynja þannig að nöfn hinna föllnu táknuðu ein-
staklinga af holdi og blóði, einstaklinga sem hefðu verið jafn lifandi og þeir
sem dóu í eyðingarbúðum Hitlers. Maðurinn hóf að lesa á ný og áheyrend-
urnir einbeittu sér ákaft að sínu hlutverki. Þegar eftir fyrsta nafnið dýpkaði
þögnin, spenna myndaðist sem lesandinn skynjaði og þessi sameiginlega
tilfinning fyrir efninu dró athygli hans burt frá sjálfum sér. Smám saman
hjálpaði athygli áheyrendanna honum á réttan veg; hann fann rétta
hrynjandi, einföld raddbrigði, sem gerðu áheyrendum enn hægar um vik
og komu af stað eðlilegri víxlverkan. Þegar þessu var lokið var ekki þörf á
frekari útskýringum, áheyrendurnir höfðu sjálfir séð þau áhrif sem virk
þátttaka þeirra hefur á flytjandann; þeir höfðu séð sjálfir hversu mikið
getur leynst í þögninni.
Að sjálfsögðu fór þessi tilraun ekki fram við fullkomlega eðlilegar
aðstæður fremur en aðrar tilraunir. Áhorfendunum var hér fengið óvenju
ákveðið hlutverk í hendur og þannig tókst þeim að beina óreyndum leikara
á rétta braut. Þegar reyndur leikari flytur kafla af þessu tagi tekst honum
yfirleitt að vekja hjá áhorfendum þá athygli sem hugsun orðanna krefst.
Einstöku sinnum getur leikari jafnvel náð slíkum tökum á áhorfendum að
hann stjórnar þeim að eigin geðþótta líkt og dávaldur. I fæstum tilvikum er
þó leiksviðið einhlítt; áhorfendurnir verða sjálfir að vera reiðubúnir að
hrífast með. Til dæmis þótti bæði mér og leikurunum Sú gamla kemur í
heimsókn og Marat/Sade falla í betri jarðveg í Ameríku en Englandi. Bæði
leikritin skírskotuðu beinna til amerískra áhorfenda; þeir voru tilbúnir að
viðurkenna forsenduna um græðgi og blóðþorsta mannskepnunnar og þá
brjálsemi sem blundar undir niðri. Leikrit Arthurs Millers og Tennessee
Williams í leikstjórn Elia Kazans slógu í gegn á sínum tíma af því að þar lá
inntak verkanna leikurum og áhorfendum jafn þungt á hjarta. Þessar
sýningar voru ógleymanlegir viðburðir þar sem bæði áhorfendur og leikar-
ar lögðu sitt af mörkum til þess að gæða verkið sem sterkustum áhrifum.
Andóf og andstaða leikara
í Bandaríkjunum koma öðru hverju fram hreyfingar gegn dauðu leikhúsi.
Þannig var það með Actors’ Studio í New York. A sínum tíma bætti það
stórlega hlutskipti bandarískra leikara. Actors’ Studio gerði leikurum kleift
að starfa óskiptum að list sinni og vinna gegn þeim skaðlegu afleiðingum
sem starfsfyrirkomulagið og óvissan á Broadway getur haft. Skólinn þróaði
ákveðna leiktúlkunaraðferð sem byggðist á hluta af kenningum Stanislaw-
skýs og kom prýðilega heim og saman við óskir höfunda og áhorfenda á
þeim árum. Þess var að vísu enn krafist af leikurunum að þeir skiluðu
árangri á þremur vikum, en þeir komu ekki tómhentir á fyrstu æfingu og
386