Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 20
Tímarit Máls og menningar legt með Auschwitz og skynja þannig að nöfn hinna föllnu táknuðu ein- staklinga af holdi og blóði, einstaklinga sem hefðu verið jafn lifandi og þeir sem dóu í eyðingarbúðum Hitlers. Maðurinn hóf að lesa á ný og áheyrend- urnir einbeittu sér ákaft að sínu hlutverki. Þegar eftir fyrsta nafnið dýpkaði þögnin, spenna myndaðist sem lesandinn skynjaði og þessi sameiginlega tilfinning fyrir efninu dró athygli hans burt frá sjálfum sér. Smám saman hjálpaði athygli áheyrendanna honum á réttan veg; hann fann rétta hrynjandi, einföld raddbrigði, sem gerðu áheyrendum enn hægar um vik og komu af stað eðlilegri víxlverkan. Þegar þessu var lokið var ekki þörf á frekari útskýringum, áheyrendurnir höfðu sjálfir séð þau áhrif sem virk þátttaka þeirra hefur á flytjandann; þeir höfðu séð sjálfir hversu mikið getur leynst í þögninni. Að sjálfsögðu fór þessi tilraun ekki fram við fullkomlega eðlilegar aðstæður fremur en aðrar tilraunir. Áhorfendunum var hér fengið óvenju ákveðið hlutverk í hendur og þannig tókst þeim að beina óreyndum leikara á rétta braut. Þegar reyndur leikari flytur kafla af þessu tagi tekst honum yfirleitt að vekja hjá áhorfendum þá athygli sem hugsun orðanna krefst. Einstöku sinnum getur leikari jafnvel náð slíkum tökum á áhorfendum að hann stjórnar þeim að eigin geðþótta líkt og dávaldur. I fæstum tilvikum er þó leiksviðið einhlítt; áhorfendurnir verða sjálfir að vera reiðubúnir að hrífast með. Til dæmis þótti bæði mér og leikurunum Sú gamla kemur í heimsókn og Marat/Sade falla í betri jarðveg í Ameríku en Englandi. Bæði leikritin skírskotuðu beinna til amerískra áhorfenda; þeir voru tilbúnir að viðurkenna forsenduna um græðgi og blóðþorsta mannskepnunnar og þá brjálsemi sem blundar undir niðri. Leikrit Arthurs Millers og Tennessee Williams í leikstjórn Elia Kazans slógu í gegn á sínum tíma af því að þar lá inntak verkanna leikurum og áhorfendum jafn þungt á hjarta. Þessar sýningar voru ógleymanlegir viðburðir þar sem bæði áhorfendur og leikar- ar lögðu sitt af mörkum til þess að gæða verkið sem sterkustum áhrifum. Andóf og andstaða leikara í Bandaríkjunum koma öðru hverju fram hreyfingar gegn dauðu leikhúsi. Þannig var það með Actors’ Studio í New York. A sínum tíma bætti það stórlega hlutskipti bandarískra leikara. Actors’ Studio gerði leikurum kleift að starfa óskiptum að list sinni og vinna gegn þeim skaðlegu afleiðingum sem starfsfyrirkomulagið og óvissan á Broadway getur haft. Skólinn þróaði ákveðna leiktúlkunaraðferð sem byggðist á hluta af kenningum Stanislaw- skýs og kom prýðilega heim og saman við óskir höfunda og áhorfenda á þeim árum. Þess var að vísu enn krafist af leikurunum að þeir skiluðu árangri á þremur vikum, en þeir komu ekki tómhentir á fyrstu æfingu og 386
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.