Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 21
Dauda leikhúsið nutu allan tímann góðs af kennslu skólans. Þar höfðu þeir hlotið þjálfun í því að forðast vanabundnar eftirlíkingar af mannlegu hátterni en leita í stað þess að einhverju raunverulegu hjá sjálfum sér. Þeim hafði verið kennt að afla sér efnis með nákvæmum athugunum á daglegum veruleika og skynja þennan efnivið á meðan þeir léku eins og hann væri bein lífsreynsla þeirra sjálfra. Og það var einmitt þessi sami veruleiki sem fremstu leikskáld samtímans, Arthur Miller, Tennessee Williams og William Inge reyndu að lýsa í verkum sínum. Hið sama má segja um leiklist Stanislawskýs. Nú er engu af þessu til að dreifa lengur. Einhvers staðar á bak við allt þetta leynist sama meinið. Hugtakið leikhús hefur oft óljósa merkingu. Víðast hvar er þjóðfélagsleg staða leikhússins óákveðin, tilgangur þess og tilvist óskýr og brotakennd. Ymist eltast leikhús við frægð, peninga, ólgandi tilfinningar, pólitísk áhrif eða skemmtun. Leikarinn sjálfur er á valdi aðstæðna sem hann hefur ekki minnstu áhrif á. Leikarar geta stundum virst afbrýðisamir og yfirborðs- kenndir, en leikara sem vill ekki vinna hef ég ekki fyrirhitt. Það er löngunin til að vinna sem gefur leikaranum styrk. Henni er það að þakka að atvinnufólk getur skilið hvert annað hvaðan sem það ber að. En leikarinn endurbætir ekki starf sitt einsamall. I leikhúsi sem þekkir hvorki hefð né markmið er hann yfirleitt þolandinn, ekki gerandinn. Og þegar leikhúsið kemst í alvarlega kreppu birtast sjúkdómseinkennin skýrast í list leikarans. Það er ekki aðeins í leikhúsi með ónógan æfingartíma sem staða leikarans er erfið. Söngvarar og jafnvel dansarar segja iðulega aldrei skilið við kennara sína að fullu; hins vegar hafa leikarar sjaldnast neina hjálp við að þroska hæfileika sína eftir að þeir hafa lokið námi. Verst er ástandið vitaskuld í leikhúsi sem er rekið af einkaaðilum og ræður nýja leikara fyrir hverja sýningu, en það er ekki heldur gott í leikhúsum með fast starfslið. Þegar leikarinn er kominn í ákveðna stöðu í slíku leikhúsi hættir hann að vinna heima. Ungur leikari, ómótaður og óþroskaður en með ríka mögu- leika kemst tiltölulega fljótt að því hvað honum sé fært og þegar hann hefur síðan sigrast á vissum byrjendaörðugleikum rennur upp fyrir honum að hann hefur fengið starf sem hann ann og vinnur vel um leið og hann upp- sker bæði peninga og hylli. Næsta skref hans á þroskabrautinni hlýtur að verða það að víkka tjáningarsvið sitt og takast á við það sem í fyrstunni sýnist óyfirstíganlegt. En því miður hefur hann þá engan tíma til slíks. Vinir leikarans koma honum hér að litlu gagni, foreldrar hans hafa trúlega lítinn skilning á list hans og umboðsmaður hans, sem vel kann að vera skarpskyggn og velviljaður, hefur ekki það hlutverk að hafna girnilegum tilboðum og aðstoða hann við að ná einhverju sem gæti ef til vill orðið enn betra. Frami leikarans þarf alls ekki að haldast í hendur við listrænan vöxt 387
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.