Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 25
Dauða leikhúsið Það hættulegasta í starfi atvinnugagnrýnandans er að hann þarf nánast aldrei að ganga í gegnum eldraunir sem gætu breytt viðhorfum hans. Og það er viðbúið að skorturinn á góðum leikritum verði til þess að áhugi hans dvíni fyrr eða síðar. Á sviði kvikmyndanna er geysileg gróska, en leikhúsin neyðast til að velja á milli gömlu góðu verkanna og nútímaleikrita sem standa þeim fyrri langt að baki. Og nú nálgumst við nýja hlið á málinu: vanda hins dauða rithöfundar. Leikritahöfundurinn Það er skelfilega erfitt að skrifa leikrit. Sjálft eðli leikritsins, dramans, krefst þess að höfundurinn íklæðist anda gagnstæðra leikpersóna. Leikskáldið er ekki dómari, heldur skapari. Jafnvel þótt frumraun hans snúist um viður- eign aðeins tveggja persóna er hann nauðbeygður að lifa lífi þeirra beggja. Það er ofurmannlegt að skipta sér þannig fullkomlega á milli gerólíkra persóna — eins og Shakespeare og Tsjekov gerðu í öllum leikritum sínum. Menn verða að vera gæddir einstökum hæfileikum, hæfileikum sem eru e. t. v. ekki í samræmi við okkar tíma. Fyrstu tilraunir margra leikskálda eru oft afar bágbornar og skýringin getur vel verið sú að samúð þeirra og skilningur á mannlegum vandamálum hafi enn ekki náð fullum þroska; á hinn bóginn er fátt tortryggilegra en lífsreyndir menntamenn sem búa til persónur og afhjúpa síðan öll leyndarmál þeirra. Franska uppreisnin gegn klassísku skáldsögunni beindist einkum gegn hinum alvitra höfundi. En þessi hugsunarháttur hefur ekki enn náð til franska leikhússins. Þar er það enn höfundurinn sem leikur einleik á fyrstu æfingu, les og leikur öll hlutverk. Þarna er komin út í algerar öfgar sú hefð sem virðist alls staðar ætla að heyja langdregið dauðastríð. Kannski hafa rithöfundar djúpstæða þörf til að vinna verk sitt einangraðir. Það er hugsanlegt að aðeins þá geti þeir fundið form þeim innri sýnum og átökum sem þeir myndu aldrei tala um opinberlega. Við vitum ekki hvernig Æskylos og Shakespeare skrifuðu verk sín. Við vitum það eitt að smám saman hafa tengslin milli mannsins sem skrifar allt saman niður á blað heima hjá sér og þeirra sem vinna við leiksviðið orðið æ slitróttari og erfiðari. Bestu leikskáld Bretlands eru leikhúsmenn að uppruna; það er nóg að nefna nöfn eins og Wesker, Arden, Osborne og Pinter sem eru allir leik- stjórar og leikarar jafnframt því að vera höfundar — auk þess sem þeir hafa jafnvel komið nálægt leikhússtjórn öðru hverju. Engu að síður eru allt of fáir höfundar, hvort sem þeir eru leikarar eða menntamenn, raunverulega innblásnir. Væri höfundurinn ekki sjálfur fórn- arlamb gæti maður sagt að hann hefði brugðist leikhúsinu. I öllu falli bregst höfundurinn með því að skjóta sér undan áskorun samtímans. Vita- 391
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.