Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 37
Pilturinn sem fór útí heim
Eða hina svonefndu leikþörf sem Schiller kallaði svo? Eða skyldi vera átt
við þá þörf fyrir táknræna tjáningu sem setur sterkan svip á verk margra ex-
pressíónista, — eða jafnvel þá meðvituðu víkkun stílsviðanna sem er ættuð
úr herbúðum formalista? Eða eitthvað allt annað?
En víkjum enn sem snöggvast að orðum Þórunnar í fyrrnefndri grein.
Þar segir m. a.:
Enn í dag eru menn nokkuð ósammála um þessi atriði hér á íslandi sem
víðar, en þó má segja að þurrt upplýsingaleikhús, sem gerir litlar listrænar
kröfur, en þeim mun meiri pólitískar, hefur aldrei náð verulegri fótfestu á
Islandi, hvorki fyrir börn né fullorðna.
Þareð höfundur tilgreinir engin dæmi máli sínu til stuðnings, er bersýni-
lega verið að halda því að lesandanum með þessum orðum að leikhús, sem
ætlar sér að vera hápólitískt sé jafnan dæmt til að stunda þurra upplýsinga-
miðlun, gjörsneydda öllu listrænu gildi. Slíkur málflutningur er skilningn-
um lítt til framdráttar. Þvert á móti ýtir hann undir ákveðna sleggjudóma,
auk þess sem hann leiðir til þeirrar fásinnu að unnt sé að setja skörp skil
milli forms og innihalds:
En menn krefjast þess að barnaleikrit, engu síður en leikrit fyrir fullorðna,
hafi eitthvað að segja sínum áhorfendum, boðskap, sem jafnframt skal
framsettur af listrænum metnaði. Krafan um boðskap hefur ekki verið eina
krafan sem sett hefur verið fram, heldur gera menn sér æ betur grein fyrir
þýðingu hinnar listrænu upplifunar sem barn verður aðnjótandi í leikhúsi.
Uppeldislegt hlutverk leikhússins er því ekki aðeins fólgið í því að benda
þeim á staðreyndir um lífið og tilveruna, sýna þeim veruleikann og vandamál
hans, heldur ekki síður að gefa börnum innsýn inn í heim listarinnar, með
öllu sem því tilheyrir, tónlist, skáldskap, leiklist, myndlist. Þegar innihalds-
laust rusl ryður sér stöðugt lengra inn í heim barnsins verður sá þáttur æ
þýðingarmeiri. En um leið og menn hafna móralslausum hasarsýningum
fyrir börn, hafna þeir einnig einfaldaðri og einstrengingslegri lífsmynd, sem
stundum sést í nýlegum barnaleikritum, framsett án skáldlegs neista. Krafan
er því, að barnaleikrit innihaldi ekki aðeins manneskjulegan og skynsam-
legan boðskap, heldur einnig skáldskap.
1. Hvað eftir annað er hamrað á því, að form og innihald séu tveir
aðskildir þættir. Þetta sjónarmið felur í sér þann misskilning sem ég nefndi
í upphafi, misskilning hins „hvimleiða annarsvegar-hinsvegar“, einsog Walt-
er Benjamin kemst að orði í grein sinni „Höfundurinn sem framleiðandi“.
Mér er það sérstakt ánægjuefni að geta vísað til íslenskrar þýðingar þeirrar
greinar, sem jafnframt er að finna í þessu hefti Tímaritsins.
Hér er m. ö. o. um að ræða skilningsleysi gagnvart því sambandi forms
og innihalds, sem Brecht orðaði svo snilldarlega í greinum sínum um
403