Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 40
Tímarit Máls og menningar eru til á enskum bókum frá 7. áratug 16. aldar. Sem dæmi má nefna að Shakespeare víkur að þeim nokkrum orðum í Hamlet: “. . . , but there is, sir, an aery of children, little eyases, that cry out on the top of question, and are most tyrannically clapped for ’t: these are now the fashion, and so berattle the common stages, so they call them, that many wearing rapiers are afraid of goose-quills and dare scarce come thither.”' Þessir hópar fóru síður en svo leynt á 17. og 18. öld og það bar jafnvel til að þeir nutu engu minni vinsælda en leiksýningar fullorðinna. Það var hins- vegar ekki fyrren með Upplýsingarstefnunni í lok 18. aldar, að upp komu háværar raddir gegn slíkri „barnatamningu". Barnalátbragðsleikirnir náðu síðast að blómstra með hinum svonefndu rómantísku ballettum frá 1815 — 1820, sem voru sérdeilis vinsælir í Vínarborg. Upptök kennsluleikhússins eru á hinn bóginn svo ævaforn að þau verða ekki lengur rakin með neinni vissu. Skáldið Kallías samdi t. d. lítið leikrit á 5. öld fyrir Krist sem hefur að öllum líkindum átt að auðvelda ungum drengjum að læra stafrófið, en í leikritinu koma bókstafirnir fyrir í gervi lifandi persóna. Sömuleiðis er vitað um annað slíkt leikrit eftir gríska viskukennarann Heródes frá fyrstu öld eftir Krist. Það er ljóst að allt frá því um 1745 hefur verið litið á kennsluleikhúsið sem sjálfsagðan þátt í uppeldi barna í Evrópu. Þetta veldur engri furðu þegar þess er gætt að það voru hugsuðir upplýsingartímabilsins sem fyrstir færðu heimspekileg rök að því að bernskan hefði úrslitaáhrif á mótun manneskjunnar. A bókmenntasviðinu kemur þetta viðhorf skýrt í ljós í stefnumarkandi skáldsögu Rousseaus „Emile ou l’education sentimentale", sem kom út árið 1762. A þessum árum mótast ákveðið rökhyggjulegt viðhorf til barna. Samkvæmt þessu viðhorfi eru börnin ekkert annað en fullorðnir í smækkaðri mynd og þau njóta viðurkenningar að því marki sem þeim tekst að tileinka sér háttalag fullorðinna. Sú „einsýni" (Schematismus), sem er kjarni þessa viðhorfs, varð undirrót mikilla deilna milli forsvara upplýsingarinnar og áhangenda rómantísku stefnunnar og það er vísast engin hending að bernskan skyldi hljóta svo veglegan sess í ævintýrum rómantískra höfunda. Hin rómantísku ævintýri verða einmitt til á þeim tíma þegar bernskan og ævintýrin hafa verið tengd órjúfanlegum böndum og „hið eiginlega ævintýralíf" fer fram „í barnaher- 1 „. . . , en það er kominn mýgrútur af krökkum, smá-illfyglum, sem grenja heilbrigða skynsemi í kútinn, og fá grimmilegt klapp fyrir; nú eru þeir í tísku, og úthúða svo almennings-leikhúsunum, sem þeir kalla svo, að margur rýtingskappinn hræðist gæsafjaðrir og þorir naumast þangað að koma.“ (þýð. H. Hálfdanarson) 406
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.