Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 46
Tímarit Máls og menningar ekki til að dreifa. Börn geta tæpast borið hönd fyrir höfuð sér, í þeirra augum er uppeldið algerlega bundið persónu hvers og eins, þ. e. a. s. ein- hverskonar óumflýjanleg örlög. I leikhúsinu er mögulegt að gera þeim ljóst að þau eru ekki ein á báti, að unnt er að lýsa þeim örðugleikum sem þau eiga við að etja og benda á orsakir þeirra. Og þessar orsakir eru í fæstum tilvikum persónubundnir brestir í fari einstaklinganna, heldur er hér yfirleitt um að ræða félagslegar, m. ö. o. pólitískar orsakir. I leikhúsinu er unnt að reifa þessi mál og barnið finnur að það er ekki einstæðingur, heldur situr það mitt í hópi annarra barna sem öll hafa þolað samskonar reynslu og það sjálft. Með slíku leikhússtarfi er ekki reynt að magna upp nýjan ótta hjá börnunum, heldur nefna það sem þau hafa hræðst sínu rétta nafni og skapa forsendur ákveðinnar samstöðu. Og þegar rætt er um samstöðu er alls ekki átt við það að þarmeð skuli allir elta forystusauðinn til vinstri, heldur það eitt að sameiginleg þekking verði hreyfiafl sameiginlegra athafna. Þegar börn, sem eru í raun algerlega varnarlaus, hlæja að óviðunandi uppeldisaðstæðum, þá býr í þeim hlátri fyrsti vísir andspyrn- unnar. Barnaleikhús ætti að hafa það markmið að gera börnum ljóst að heimur mannsins er í sífelldri mótun, — að hann er framar öðru vettvangur mann- legra athafna. Leikrit fyrir börn ættu m. ö. o. að vera gagnleg. Börnin sjálf dæma slík leikrit eftir því hve nytsamleg þau eru, þ. e. a. s. eftir tengslum þeirra við raunveruleikann. Slík leikrit gætu stuðlað að margvíslegri upp- lýsingu á sama hátt og alþýðlegar leiksýningar fyrri tíma. Og þetta er eina leiðin til að skapa hin ákjósanlegustu skilyrði fyrir leikhússtarfsemi yfir- leitt, en það hljóta jafnan að vera áhorfendur sem hafa ekki aðeins áhuga fyrir þeim verkum sem þeim eru sýnd, heldur þurfa jafnframt á slíkum verkum að halda. Leikhúsfólk heldur því reyndar oft fram að viðleitni af því tagi sem hér hefur verið lýst beri vott um flatneskjulega hugsun og sé fremur í ætt við blaðamennsku en sanna listsköpun, — það hafi ekkert listrænt gildi að bera umrædd vandamál fram á leiksviði. Frá því sjónarmiði eru leikrit einsog Vatnsberarnir sjálfsagt bæði betri og leiðinlegri í senn. Við ættum að láta slíkar mótbárur sem vind um eyru þjóta og snúa okkur að þeim verkefn- um, sem bíða okkar á þessu sviði. Stundum heyrast þó reyndar öllu beinskeyttari ásakanir frá aðilum sem gagnrýna sjálfa undirstöðu slíks raunsæisleikhúss fyrir börn, þ. e. a. s. það grundvallarviðhorf að í leikhúsi skuli fjalla um manninn sem samfélagsveru. Borgarar sem hugsa sjáifstætt hljóta að sjálfsögðu ávallt að vera þyrnir í augum þeirra sem telja að með ríkjandi samfélagsskipan búi þeir í hinum besta allra mögulegra heima. Og að sjálfsögðu fer það ekki leynt að umrætt raunsæisleikhús fyrir börn vill 412
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.