Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 80
Tímarit Máls og menningar
inum hvati til skrifa. Ennþá stórorðari verður Jón þó síðar í ritdómnum, er
hann útskýrir af hverju hann hafi ekki áhuga á bókarefninu:
Sjálfsagt hefur þar haft sitt að segja sú borgaralega innræting sem dunið hefur
á undirrituðum allt frá því hann skreið úr vöggu og Kristján Jóhann — og
hans líkar — hafa sigrast á að fullu. Hann ætlar í öllu falli að trúa því áfram
að hugmyndafræðilegur einstrengingsháttur sé ekki besti jarðvegur frjórrar
listsköpunar.
Og lokaorðin eru:
Hvað sem öllum natúralískum stefnuskrám líður er víst að listin krefst bæði
úrvals og ákveðinnar ýkingar — og að höfundur sem er ekki tilbúinn að
beygja sig fyrir þeim lögmálum er dæmdur til að sökkva niður í vonlausa
flatneskju.
Hér sést í notkun önnur hefðbundin rittækni gagnrýninnar sem lesendur
þurfa að vera vakandi fyrir, nefnilega alhæfingin. Um leið og lesandi getur
vart annað en jánkað þessum orðum, svona einum og út af fyrir sig, finnur
hann glöggt hvert þeim er beint. Hér er verið að segja stórasannleik um
viðkomandi skáldverk. Með alhæfingunni setur ritdómarinn sig á stall —
hér er það hið óskeikula „yfirvald“ sem talar.
Þetta leiðir hugann að því hvort ritdómarar sýni ekki stundum óhæfilegt
hugsunarleysi í notkun tungumálsins. Rithöfundurinn Martin Walser telur
að sú afbökun gagnrýni er hlýst af stöðu ritdómarans sem hreins dómara
birtist fyrst og fremst í léttúðugri meðferð tungumálsins og orðaforða
gagnrýninnar.18 Víst er að í gífuryrðum gagnrýnenda birtist oft mikið
virðingarleysi gagnvart skáldverkum sem til umfjöllunar eru.
Flestir hafa lesið bók sem fór í taugarnar á þeim. Og gagnrýnendur lenda
öðru hverju í því að skrifa um bækur sem af einhverjum ástæðum hleypa
illu í þá, oft vegna þess að þeim þykir bókin ónýtt handverk. En slík
geðillska má ekki fá óhamda útrás í ritdómi, þannig að gagnrýnin sjálf
gleymist fyrir yfirlýsingum og skömmum. Slíkt hendir t. d. Illuga Jökuls-
son (Tíminn 13. des. 1981) er hann skrifar um Söguna um Þráin eftir
Hafliða Vilhelmsson. Eftir að hafa fullvissað lesandann um að bókin sé
„alveg ótrúlega leiðinleg“, bætir hann við:
Hafliði kann ekki að skrifa íslensku — það þykir mér augljóst. Stíll þessarar
bókar er þvílík hrákasmíð að það telst vera móðgun við íslenska lesendur að
bjóða þeim upp á annað eins. Klúðursleg orðasambönd, fáránleg röktengsl
og endalaus dönsk áhrif gera þessa bók að einhverri mestu stílleysu sem út
446