Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 82
Tímarit Mdls og menningar
Heimir Pálsson (Helgarp. 4. des.) hefur ritdóm sinn með því að ræða
feril höfundar, tala um einkenni fyrri bóka hans, og hef ég áður látið í ljós
þá skoðun mína að slíkt sé þarft og jákvætt í gagnrýni (Heimir og Olafur
Jónsson eru þeir einu sem skoða bókina í þessu samhengi). Heimir tekur
síðan fram að þessi bók sé hinum fyrri ólík og „jafnframt ólík því sem
skrifað er um þessar mundir . . .“ En þar með dettur botninn úr. Lesandi fær
alls ekki að vita hvað það er sem Heimir álítur svona sérstakt við þetta
verk. Hann talar um hversu hljóðlátt og tíðindalítið það sé og ræðir sam-
skipti kvennanna tveggja, en þetta ágrip hans gæti allt eins verið lýsing á
einkar hefðbundinni sögu. Undir lokin minnist hann á „vanda rithöfundar-
ins sem hefur fengið skáldalaun“ sem þátt í sögunni, en tekur ekki fram
hvernig hann tengist henni.
Ritdómur Illuga Jökulssonar (Tíminn 15. nóv.) segir álíka mikið um sér-
kenni þessa verks. Meirihluti þeirrar greinar er endursögn, en í síðasta
hluta ritdómsins talar hann um að það séu „hin listrænu tök Jakobínu Sig-
urðardóttur á efni sínu“ sem valdi því hversu ógleymanleg Salóme verði og
að „tónn sögunnar“ sé „næstum undarlega lágur“, þrátt fyrir innskot sögu-
manns. „Og skemmst frá að segja hæfir þessi aðferð bæði Jakobínu og
Salóme öldungis frábærlega . . .“ Nú getur lesandi bara spurt: Hvaða að-
ferð? Það er ekki „aðferð" bókar að tónn hennar sé lágur, slíkt er eiginleiki
sem getur hlotist af einhverri aðferð. Um aðferðina sjálfa hefur lesandi
ekkert fengið að vita.
I ritdómi í Alþýðublaðinu (12. des.) virðist sem Þráinn Hallgrímsson
falli að einu leyti í sömu gildru og Jón Viðar í fyrrnefndum ritdómi. I
þessari sögu er sögumaður líka rithöfundur og þó Jakobína sé auðvitað
einnig að velta fyrir sér eigin rithöfundarvanda, má ekki ætla að sögumaður
hennar sé beinlínis sjálfsævisögulegur: „Góða bókin sem Jakobína ætlaði
að skrifa varð aldrei til, því að í miðjum klíðum dó hún Sala ..." Líklega er
þetta ástæðan fyrir þeirri vanhugsuðu fullyrðingu gagnrýnandans að fyrstu
síður bókarinnar séu „greinilega helgaðar baráttu rithöfunda fyrir mann-
sæmandi launum . . .“ — „Blóðskömm og sifjaspell" segir Þráinn vera „afar
vandmeðfarið efni“ sem Jakobína fjalli um í þessari bók, en ég get alls ekki
fundið nein merki þess arna í verkinu. Hér hefur einhver misskilningur
stýrt pennanum.
Þráinn gerir ágætlega grein fyrir samskiptum kvennanna, en ef frá er
talinn sá „rammi“ sem hann sér í „launakröfum rithöfunda", gerir hann enga
úttekt á byggingu verksins og efnistökum höfundar. Það gerir Jóhanna
Kristjónsdóttir ekki heldur (Mbl. 28. nóv.). „Það sem gerist í stílnum“ finnst
henni höfuðatriði varðandi þessa bók, það sé „í raun og veru ekki það sem
Salóme Kjartansdóttir segir og hvað hún hefur upplifað sem skiptir megin-
448