Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 99
Höfundurinn sem framleidandi takinu „virkur“ rithöfundur, sem hann bæði skilgreindi og er sjálfur gott dæmi um. Þessi „virki“ rithöfundur er áþreifanlegasta dæmið um að rétt pólitísk hneigð og framsækin verktækni í bókmenntunum eru ævinlega samtvinnuð þótt aðstæður séu ólíkar. Hér er að vísu bara eitt dæmi: ég geymi önnur þar til á þarf að halda. Tretjakov gerir greinarmun á virkum rithöfundi og upplýsingarithöfundi. Hlutverk hins fyrrnefnda er ekki að segja frá heldur að berjast; ekki að leika áhorfanda heldur að taka virkan þátt. Hann skilgreinir þetta hlutverk með því að lýsa sínu eigin starfi. Arið 1928, þegar allsherjar þjóðnýting landbúnaðarins stóð fyrir dyrum og slagorðið „rithöfunda á samyrkjubúin" varð til, hélt Tretjakov í samyrkju- búið „Kommúníska vitann“, átti þar tvívegis alllanga viðdvöl og sinnti eftirfarandi störfum: Hann boðaði til fjöldafunda; safnaði fé til greiðslu á dráttarvélum; fékk sjálfstæða bændur til að ganga í samyrkjubúið; hafði umsjón með lestrarsölum; útbjó veggspjöld og ritstýrði blaði samyrkjubús- ins; sendi fréttapistla til dagblaða í Moskvu; innleiddi útvarp og kvik- myndasýningar o. s. frv. Það er engin furða þó bókin „Vallarhöfðingjar", sem Tretjakov skrifaði um það leyti sem hann lauk þessari dvöl sinni, hefði veruleg áhrif á frekari framgang samyrkjubúskaparins. Vera kann að þið metið Tretjakov mikils en séuð samt þeirrar skoðunar að dæmi hans bæti litlu við það sem hér er til umræðu. Þið haldið því e. t. v. fram að þessi störf hans falli undir blaðamennsku eða áróður, en komi skáldskap lítið við. Eg hef hins vegar valið Tretjakov að yfirlögðu ráði sem dæmi til að benda ykkur á hvað við þurfum að vera geysilega víðsýn til að geta endurmetið afstöðu okkar til skáldskaparforma og -tegunda í ljósi tækniþróunarinnar og uppgötva þannig þau nýju tjáningarform sem rithöf- undar eru nú að gera tilraunir með. Skáldsögur hafa ekki alltaf verið til, og verða það ekki heldur um alla framtíð; sama er að segja um harmleiki og söguljóðin miklu; ritform á borð við ritskýringar, þýðingar, meira að segja svonefndar falsanir6 hafa ekki ævinlega verið lítilsmetið dundur í útjaðri bókmenntanna. Það var ekki bara í heimspekinni sem þessi ritform skipuðu sinn sess, heldur líka í skáldbókmenntum Arabíu og Kína. Mælskulistin var ekki alltaf lítilsmetið form, heldur setti hún mark sitt á veglegan hluta af bókmenntum fornaldarinnar. Eg nefni þetta til að venja ykkur við þá hugmynd að við stöndum í miðri umbyltingu bókmennta- forma, sem kann að hafa í för með sér að margar af þeim móthverfum sem mótuðu þankagang okkar missi gildi sitt. Leyfið mér að nefna dæmi um haldleysi slíkra móthverfa og hvernig sigrast má á þeim á díalektískan hátt. Við skulum snúa okkur aftur að Tretjakov. Dæmið er að þessu sinni dagblaðið. „I bókmenntum okkar,“ skrifar vinstrisinnaður rithöfundur7, „eru þær TMM VII 465
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.