Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 110
Tímarit Máls og menningar
framleiðsluferlinu? Hefur hann tillögur um endurskipulagningu skáldsög-
unnar, leikritsins, ljóðsins? Því betur sem honum tekst að haga starfi sínu í
anda þessara markmiða, þeim mun réttari verður hneigð verka hans, auk
þess sem tæknileg gæði verða óhjákvæmilega meiri. Og á hinn bóginn: því
nákvæmari skil sem hann veit á stöðu sinni í framleiðsluferlinu, þeim mun
síður dettur honum í hug að líta á sig sem „andans mann“. Andinn sem talar
í nafni fasismans verbur að hverfa. Andinn sem ræðst gegn honum fullur
trúar á eigin kynngikraft mun hverfa. Því byltingarbarátta er ekki háð milli
kapítalismans og andans, heldur milli kapítalismans og verkalýðsins.
Árm Óskarsson þýddi.
Skýringar og athugasemdir.
1. Um Georg Lukács og kenningar hans sjá grein Vésteins Lúðvíkssonar, „Georg
Lukács og hnignun raunsæisins“, TMM 31. árg. (1970), bls. 206—268.
2. Tónskáldið Hanns Eisler (1898—1962) var samstarfsmaður Brechts og samdi
fjölda kunnra baráttusöngva sem enn lifa góðu lífi. Hann skrifaði auk þess
margt fræðilegs eðlis um tónlist.
3. Walter Benjamin: „Listaverkið á tíma fjöldaframleiðslu sinnar", Svart á hvítu 3.
tbl. 2. árg. (1978), bls. 50-60.
4. Hans Magnus Enzensberger: „Drög að fjölmiðlafræðum", Svart á hvítu 1. tbl.
3. árg. (1979), bls. 49-62.
5. Sergei Tretjakov (1892—1939?) tilheyrði svonefndum LEF-hópi rithöfunda og
gagnrýnenda í Sovétríkjunum á þriðja áratugnum. I honum voru m. a. skáldið
Majakovski, gagnrýnandinn Victor Sklovski o. fl. LEF-hópurinn gerði harða
hríð að hefðbundnum bókmenntaformum og hélt uppi vörn fyrir tilraunastarf-
semi í byltingarsinnuðum skáldskap. Tretjakov, sem var góðvinur Brechts,
kom til Berlínar árið 1931, hélt fyrirlestra og hafði víðtæk áhrif meðal ýmissa
vinstri sinnaðra rithöfunda í Þýskalandi. Hann var handtekinn árið 1937 og er
ekki vitað nákvæmlega um dánardægur hans. Löngu síðar varð hann ein af
fyrirmyndum pólitíska uppljóstrarans Gúnthers Wallraff, eins og lesa má um í
grein Halldórs Guðmundssonar, „Bókmenntir gegn gulri pressu“, TMM 2,
1981, bls. 165-190.
6. Með fölsunum er átt við verk, þar sem tilgreindur er rangur höfundur eða
útgáfutími í þeim tilgangi að villa um fyrir lesendum.
7. Þ. e. Benjamin sjálfur. Sjá Schriften, Frankfurt/Main, 1955, I. bindi, bls. 384.
8. Aktívisminn var bókmenntahreyfing sem Kurt Hiller hleypti af stokkunum
árið 1915. Nýja staðreyndastefnan (Neue Sachlichkeit) var stefna sem til varð í
kringum 1925, snerist öndverð gegn expressionismanum, en vildi snúa sér beint
að hluttækum veruleika án huglægrar íhlutunar.
476