Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 116
Tímarit Máls og menningar
tagi, þá fer allt að snúast í höfðinu á
manni. „Huggerðirnar“ (bls. 247) fá á sig
álfamyndir með ákveðna „lífslengd“ (bls.
41). Þær hafa „umskiptanleika“ (bls. 255)
eða „staðkvæmd" (bls. 255); þær „um-
formast" (bls. 241) og eru ýmist „eins-
leitar" (bls. 255), „misleitar“ (bls. 255) eða
undirleitar og stíga „formvals" (bls. 28)
eða jafnvel „vöruvalsfrelsi“ (bls. 48).
Rangfarslur.
Mér finnst alltaf leiðinlegt að verja
borgaralega hagfræði, en Birgir er slíkt
ofstopamenni í gagnrýni sinni að hjá því
verður ekki komist. Það gladdi mig að
vísu að sjá að Birgir hefur gert sér grein
fyrir nauðsyn þess að gagnrýna ný-
klassíska hagfræði og bendir réttilega á
tengsl þessarra kenninga við
frjálshyggjuna. Hjá honum verður
frjálshyggjan aftur á móti að einhvers
konar samheiti sem ekki nær bara yfir
hugmyndir Olafs Björnssonar, Jónasar
Haralz, Gunnars Thoroddsens, Fried-
mans, von Haycks og Thatchers, held-
ur einnig yfir hugmyndir allra tals-
manna markaðsskipulagsins. John
Locke, sem verður næsta óþekkjanlegur
í meðförum Birgis, Adam Smith,
Keynes og jafnvel Galbraith virðast
lenda í þessum hóp. Malthus, sem vesa-
lings Keynes leit á sem upphafsmann
margra þeirra hugmynda sem í dag kall-
ast keynesismi, verður að helsta tals-
manni frjálshyggjunnar, en J.S. Mill er
dreginn fram á sviðið og gerður öllum á
óvart að „fyrirrennara keynesismans“
(bls. 200). Aumingja Sókrates virðist
dæmdur í frjálshyggjuhópinn, en læri-
sveinn hans og málpípa, Plató, sleppur.
Sósíaldemókratískur keynesisti eins og
Gylfi Þ. Gíslason verður hvorki meira
né minna en einn helsti talsmaður frjáls-
hyggjunnar á íslandi. Og ef ég hef skilið
Birgi rétt, þá eru það ekki bara Tómas
Arnason og Framsóknarmenn sem eiga
það á hættu að verða dæmdir í frjáls-
hyggjuhópinn. Lúðvík Jósepsson, sem
lengi hefur talað gegn þjóðnýtingum, —
og var reyndar einnig sá viðskipta-
ráðherra sem gerði fríverslunarsamning-
inn við EBE—, nýklassisti eins og
Ragnar Arnason og fleiri Alþýðubanda-
lagsmenn eru hætt staddir. Eg er ekki
viss um hvort ég yrði dæmdur í frjáls-
hyggjuhóp Birgis en ljóst er að Karl
Marx, einkum í hinni frægu ræðu um
frjálsa verslun — Rede úber die Frage
des Freihandels — hreinlega heimtar að
lenda í frjálshyggjuhóp Birgis.
Látum nú þetta vera og snúum okkur
að gagnrýni Birgis á nýklassíska hag-
fræði. Til að útskýra þessi mál er best að
byrja á að útskýra hvernig franski hag-
fræðingurinn Leon Walras hugsaði sér
markaðsskipulagið. Walras nefndi helst
dæmi af verðbréfamörkuðum en betra
dæmi eru markaðir eins og þeir sem
haldnir voru til forna einu sinni eða
tvisvar á ári. Fólk kom á þessa markaði
með þær vörur sem það ætlaði að selja
og síðan var skipt á þessum vörum
þangað til menn höfðu fengið það sem
þeir vildu og höfðu efni á. Enski hag-
fræðingurinn Joan Robinson telur
reyndar að besta dæmið um walrasískan
markað sé það sem skeður í stríðsfanga-
búðum þegar sending kemur frá Rauða
krossinum. Eins og gengur þá þykir
einum góðar rúsínur en öðrum
súkkulaði, einn reykir og annar ekki.
Það á sér því stað vöruskiptaverslun þar
sem fangarnir skipta á innihaldi
pakkanna. Ef einhver á eitthvað, t.d.
rúsínur, sem hann vill síður en t.d.
súkkulaði sem einhver annar býður
fyrir rúsínurnar, nú þá skipta þeir og
482