Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 17
Stuðlar skólinn að betri menntun og auknu lýðrteði? Því menntun er ekki það að vita mikið, að vera fróður. Miklu fremur er menntun fólgin í að vera leitandi — að tengja saman umhugsun, gagnrýni og athafnir. Menntaður maður er sá sem skapar og endurskapar þekkingu. Hann spyr spurninga, sjálfan sig og aðra, en hann er jafnframt óhræddur við að notfæra sér tímabundin svör til athafna í þeirri von að þær leiði hann til dýpri skilnings á honum sjálfum og því umhverfi sem hann hrærist í. Menntaður maður tekur þátt í samfélaginu af fullri ábyrgð, bæði á því sem hann gerir, í venjulegri merkingu þess orðs, og því sem hann gerir ekki. Menntun og menning eru skyld hugtök og höfða til þess sem einkennir manninn sérstaklega. Hvorki menntun né menning virðast geta átt sér stað nema til komi gagnvirk samskipti einstaklinga. Menningararfurinn er hluti af því sem við nefnum menningu. Hann er m. a. fólginn í sameiginlegu gildismati og vissulega er tungumálið, íslenskan, eitt af því sem við eigum öll saman og skiptir svo miklu fyrir tilvist og þróun samfélagsins og einstakl- ingsins. Samsömun við menningarbundið gildismat (fyrirbæri sem við nefnum stundum félagsmótun eða uppeldi) er mikilvægt skref í menntun. En menning og menntun er miklu meira en það sem við eigum sameiginlega, í hefðbundinni merkingu orðanna. Menning og menntun eru ekki síður fólgnar í sköpun og endursköpun á gildismati, þekkingu, listum, vísindum, tungumáli og tækni — í raun fremur ferli en afurð. Eins og lífverur þurfa fæðu sér til viðhalds, vaxtar og þroska, notum við menningararfleifð okkar til áframhaldandi sköpunar og endursköpunar á menningarlegum verð- mætum. Því aðeins hefur menningararfleifðin eitthvert gildi að hún geri okkur kleift að taka þátt í slíkri endurmótun og þar með öðlast dýpri skilning (sjá „hlutina" í nýju samhengi) á sjálfum okkur, umhverfi og tengslum okkar við umhverfið — félagslegt, menningarlegt og efnahagslegt. Þá fyrst getum við talað um lýðræði þegar allir taka þátt í því ferli sem við nefnum menningu. Menntun, eins og hún hefur verið skilgreind hér að framan, og nám geta verið nátengd og gagnvirk — en nám getur einnig hamlað menntun hjá einstaklingum og hópum einstaklinga. I þessu sambandi skiptir miklu hverjar hugmyndir okkar eru um nám og hvernig við tengjum þær skóla- starfi. Breski mannfræðingurinn og líffræðingurinn Gregory Bateson hefur sett fram merka kenningu um nám (1972) þar sem hann sýnir fram á að nám fari fram á þremur ólíkum stigum. Stig þessi eru eigindlega ólík (þ. e. á þeim er eðlismunur en ekki aðeins stigsmunur) vegna þess að á efri stigum verður eðlisbreyting á því sem lært er á neðri stigunum. Allt nám á fyrsta stigi Batesons gengur út frá ákveðinni skilgreiningu á aðstæðum eða forsendum sem gefinni og breytir einstökum atriðum aðeins innan þeirra marka sem skilgreiningin leyfir. Dæmi um nám af þessu tagi er skilyrt nám, t. d. 367
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.