Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar Úti rigndi enn og hann hljóp yfir götuna eins hratt og fæturnir þoldu. Sem betur fer var búið að opna. Maðurinn gekk rakleiðis að gjaldkeranum. — Þú ert nýr hérna, sagði hann og tók skilríki upp úr veskinu og lagði þau á borðið. — Eg er kominn til að sækja framfærslustyrk. — Ja-á, sagði gjaldkerinn og byrjaði að leita í spjaldskrá. — Og þú átt að sækja hann hingað? — Jájá, sagði maðurinn. — Og hvert var nafnið aftur? spurði gjaldkerinn. — Moran, sagði maðurinn, Robert Moran. — Moran . . . Robert Moran! — Já. Hér er það. Skilríki? — Hérna, sagði Moran og ýtti þeim nær gjaldkeranum. Sem leit ekki á þau en taldi fram seðla á borðið. — . . . og tvöþúsundogþrjúhundruð. Gjörðusvovel. Moran tók við peningunum, stakk þeim í veskið og var í þann mund að ganga burtu þegar gjaldkerinn kallaði: — Fyrirgefðu . . . Herra Moran . . . Sagðirðu . . . Moran? Bob snéri sér undrandi við. -Ég...já... Gjaldkerinn ræskti sig. — Fyrirgefðu en það er hérna bréf sem ég átti að afhenda þér. Hann rétti fram langt og mjótt umslag, ófrímerkt. Moran tók varlega við því og bar það upp að ljósinu. Svo tyllti hann sér á sófann við vegginn, þurrkaði sveitta lófana á hnjánum og reif bréfið klaufalega upp. Hann las: París 1. feb. 1984 Hr. Robert Moran vegna óhjákvæmilegs niðurskurðar á fjárlögum hefur verið ákveðið að fella niður greiðslur til yðar frá og með 1. febrúar 1984. Ef þér sjáið yður ekki fært að stunda atvinnu í framtíðinni munum vér fúslega reyna að greiða götu yðar og viljum vér benda yður á að sækja um atvinnuleysisbætur þar sem þér réttilega eruð atvinnulaus sem stendur. Varir Bobs titruðu og hann kyngdi nokkrum sinnum. Gjaldkerinn boraði í nefið. Svo las Moran áfram: Ekki er vitað hvort um er að ræða tímabundna eða endanlega greiðslustöðv- un, en endurskoðun tryggingalaga er ákveðin að ári liðnu. J.P. Duval. 388
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.