Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 30
Tímarit Máls og menningar
Tómasar Sæmundssonar sem reið þarna hjá algrænum haganum, rétt eins og
Gunnar sneri aftur við algrænan hólmann. En hér er söknuður og sorg,
engin hvatning, engin upphafning. Ljóðið — og flokkurinn — endar svo á
einmanalegri mynd af Ijóðmælanda sem ríður eyðisandinn einn til hafsins —
þess hafs sem fyrst var kynnt í ljóðinu um Olafsvíkurenni og tengt örlögum
Eggerts Olafssonar. Hann hefur valið og flokkurinn lokast:
Tindrar úr Tungnajökli;
Tómasarhagi þar
algrænn á eyðisöndum
er einn til fróunar.
Veit eg áður hjer áði
einkavinurinn minn —
aldrei ríður hann optar
upp í fjallhagann sinn.
Spordrjúgur Sprengisandur
og spölur er út í haf;
hálfa leið hugurinn ber mig —
það hallar norður af.
I sínum stóru ættjarðarkvæðum talaði Jónas til allrar þjóðarinnar, eins og
þjóðskálda er siður. I ljóðabálkinum Annes og eyjar virðist hann á hinn
bóginn ekki hirða um hverjir á hann hlýða. Notkun hans á táknum og
spaugið sem litar öll ljóðin er hvort tveggja svo persónubundið að það
virðist augljóst að hann er einungis að yrkja fyrir sjálfan sig. Þetta vísar fram
til tuttugustu aldarinnar og módernismans. Og annað: hlutverkið sem
náttúran leikur hér, dauðageigurinn sem hún endurspeglar og sú ógn sem af
henni stafar: allt er þetta í beinni andstöðu við ættjarðarljóðin og hug-
myndafræði þeirra. Það má því ef til vill segja að sá sem hafi orðið fyrstur til
að snúa út úr kveðskap Jónasar Hallgrímssonar hafi verið Jónas Hallgríms-
son.
Sú náttúra sem áður gegndi svo mikilvægu hlutverki í sjálfstæðisbarátt-
unni hefur brugðist skáldinu. Þetta birtist hvergi skýrar en í ljóðinu Ó þú
jörð sem er um samband móður og sonar, náttúrunnar og skáldsins.
O, þú jörð sem er
yndi þúsunda,
blessuð jörð sem ber
428