Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 46
Tímarit Máls og menningar
á mig, varð ég svona velmegandi; við fórum hingað, og höfum aldrei
iðrast eftir því að við tókum saman.
En nú er ég búin að masa frammá miðja nótt, sagði Berta; það er
best við förum að hátta.
Hún reis á fætur og gekk til sængurhúss. Valtari bauð henni góðar
nætur, kyssti á hendina á henni og sagði: Heillin góð! ég þakka yður
fyrir; mér er sem ég sjái yður með kynlega fuglinn og vera að gefa
honum litla Strómi. — Hún svaraði öngvu, og gekk inn til sín.
Síðan fór Valtari að hátta, en Eggert var að ganga um gólf í þungu
skapi, þangað til hann sagði við sjálfan sig: er maðurinn ekki
heimskingi? Það var mér að kenna, að kona mín sagði frá sögu sinni,
og nú iðrast ég eftir þessari einlægni! — Ætl’ hann fari ekki illa með
söguna? ætl’ hann segi ekki frá henni? Hvurnig er ekki maðurinn
gerður? Ætli það komi nú ekki í hann blótuð ágirnd eftir gimsteinun-
um okkar, svo hann búi til vélræði, og svíki okkur?
Honum kom til hugar, að Valtari hefði ekki boðið sér góðar nætur
svo vingjarnlega, sem líklegt hefði verið eftir þvílíka einlægni. — Ur
því tortryggni er komin í hugann á annað borð, finnur hún líka
ástæður í hvurju lítilræði. — Aftur hitt veifið ásakaði Eggert sig fyrir
þessa svívirðilegu tortryggni við vin sinn og vænan mann, og gat þó
ekki slitið sig frá henni. Hann var alla nóttina að velta þessu fyrir sér,
og svaf lítið.
Berta var veik og gat ekki komið til morgunverðar; það leit svo út,
að Valtari gæfi sig lítið að því, og skildist við riddarann heldur
þurrlega. Eggert skildi ekki neitt í þessu háttalagi; hann gekk inn til
konu sinnar, hún var altekin, og sagðist halda að frásagan um nóttina
mundi hafa gengið svona nærri sér.
Uppfrá þessu kvöldi kom Valtari skjaldan í kastalann til vinar síns,
og þá skjaldan hann kom, talaði hann einhvurja markleysu og stóð
ekki við.
Eggert hafði mestu kvöl af þessu háttalagi; hann lét að sönnu ekki
bera á því við Bertu og Valtara, en þó gat hvur maður á honum séð,
hvað honum var órótt niðri fyrir.
Veikindi Bertu voru alltaf að verða ískyggilegri; læknirinn hristi
höfuðið, roðinn var horfinn af kinnum hennar, og augun urðu
hvassari og hvassari. — Einn morgun lét hún kalla á manninn sinn inn
að rúmi sínu, en þjónustumeyjarnar urðu að fara út.
444