Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 57
Spjall um rómantík og þjódernisstefnu að svona rótagröftur, sem sagnfræðingum er svo tamur, geti verið svolítið varasamur. Það er oft allt of auðvelt að finna aðdraganda og mjóa vísa að stórum fyrirbærum. Vandasamara og forvitnilegra er einatt að skýra hvers vegna fyrirbærin urðu stór. Stundum er sagnfræðingum legið á hálsi fyrir að þeir sjái ekki skóginn fyrir trjám. Enn verra er þó ef þeir sjá hann ekki fyrir rótum. V. Raunar passar Gellner ekki neitt afburðavel við Islendinga. Þeir hlutu helst að bera sig saman við Dani, og hjá þeim var ekki orðin nein iðnbylting þegar Islendingar fylltust af þjóðerniskennd. Færeyingar falla miklu betur að kenningunni. Ég held líka að þjóðernisstefna Islendinga eigi sér að nokkru leyti sérkennilegar skýringar sem of langt mál yrði að ræða hér. Samt sem áður var hugmyndin um framfarir löngu komin í tísku í Danaveldi á dögum Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar. Og úr því að Islendingar litu á sig sem þjóð og báru sig því saman við danskt þjóðfélag í heild, en ekki einstök útkjálkahéruð þess, þá hlaut þeim að finnast þeir vera átakanlega langt á eftir á framfarabrautinni. Það má því hafa nokkurt gagn af Gellner til að skilja hvers vegna þjóðerniskenndin blossaði svona upp í Islendingum og gaf svo lítið rúm fyrir aðra þætti rómantískrar hugsunar. Skoðun Gellners getur líka hjálpað okkur til að skilja hvernig sumt fór fram í þjóðernisbaráttu Islendinga. Samkvæmt honum er þjóðernisstefnan tvíeyki, öðrum megin hagnýt framfarastefna, hinum megin nokkuð sem við getum kallað rómantíska þjóðernisstefnu. Við höfum að minnsta kosti eitt dæmi þess að eykin tvö vildu ekki stefna í alveg sömu átt, og það er deilan um staðarval Alþingis. Þegar Fjölnismenn, og líklega meirihluti Islendinga með þeim, vildu endurreisa þingið á Þingvöllum, fylgdu þeir fræðikenningu þjóðernisstefn- unnar af einlægni. Þar hafði frjáls, íslenskur þjóðarandi stofnað þing að fornu. Tómas Sæmundsson setti jafnvel fram hugmyndir um að endurreisa goðorðin fornu, að svo miklu leyti sem hægt var að koma þeim heim og saman við viðurkenndar lýðræðishugmyndir 19. aldar, og hélt að alþingis- reiðir yrðu „enn eitthvert öflugasta meðal til að lífga upp á andann og efla samheldi meðal landsmanna. Það er vonanda [bætir Tómas við], að þjóðarandinn glæddist svo bráðum, að það þætti ósvinna af hvurjum, sem nokkurt mannsmót er að, að hafa ekki komið á Alþing.“ A hinn bóginn minnir Tómas á hve lítið verði úr Islendingum frammi fyrir kaupmönnum í Reykjavík og segir: „Þjóðarandinn liggur niðri birgður og fyrirverður sig þar sem hið útlenda sniðið, sem meira hefir yfirlæti, er þannig drottnanda." Engin furða þótt Tómas segði um Herder að hugmyndirnar í sögu- 455
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.