Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 125
þrúgandi einsemd. Tilvera Valda er nöturleg og einsemd hans fullkomin. Sagan segir lítt af hans fyrri dögum en nóg til þess að forsaga geggjunarinnar er skýr. Togstreitu milli veruleikans, þar sem hann rekur sjoppu ásamt móður sinni og hans innri heims, heims vísinda- skáldsagna lyktar með sigri sagnanna og skilin verða fullkomin. Valdi er gjörsam- lega einangraður frá öðrum, sem hann virðist reyndar einnig hafa verið meðan hann rak sjoppuna á Terra. Munurinn er sá að nú er hann beinlínis í andstöðu við umhverfið, — aðrir eru fjandsamlegir Marsbúar en hann einn — jarðarbúi. Þetta er saga manns sem stígur skrefið til fulls. Að þessu leytinu til er Gaga alvar- legs eðlis, saga hins einmana manns sem fer yfirum með hörmulegum afleið- ingum. Þó er Gaga barmafull af kómík. Vanga- veltur og fjarstæðukennd túlkun Valda á atburðum og persónum er fyndin og Olafi tekst sérlega vel upp í lýsingum sínum á hegðun og orðræðum hans. I þessari sögu kemur enn einu sinni fram hæfileiki hans til þess að búa til persónur sem eru í senn hlægilegar og grátlegar. Sá hæfileiki kom vel fram í hans fyrstu bók, Milljón prósent menn, og nægir þar að nefna grátbroslegar persónur Engil- berts heildsala og Gríms í Teppahöll- inni. Það mætti nefna atvik úr Gaga þar sem Valdi hringir tilviljanakennt um miðja nótt til þess að tala við einhvern Marsbúann. Konan sem svarar heldur að hann sé fyrrverandi unnusti sinn og sam- ræðurnar verða einkennilegar. Konan er farin að ræða þeirra fyrri mál af heift og sárindum en Valdi mistúlkar að sjálf- sögðu flest það sem við hann er sagt og skýtur inn fáránlegum athugasemdum: Viltu ekki neitt sérstakt, hvæsti Umsagnir um bœkur röddin, hvað um mig, hvað held- urðu að ég hafi gengið í gegnum, hvernig vogarðu þér að tala við mig, ógeðið þitt, ég vil fá að vera í friði fyrir þér, snökti röddin, þú getur ekki leyft þér að tala svona við mig, það ætti að drepa þig, en á ég að segja þér eitt, sagði röddin ákveðin, ég hef alltaf vitað að þú ert hræddur, hræddur, þú ert skræfa, skræfa . . . — Höfin eru þornuð, hér er nóg pláss, hvíslaði Geimfarinn. — Hvað? — Ég sagði höfin eru þornuð, það er nóg pláss á Mars. I slíkum senum tekst Olafi hvað best upp. Hann er næmur á fyndni og stíllega er sagan velheppnað verk. Stíllinn er gagnorður en hnyttinn og beinskeyttur um leið. Frásögnin er slípuð og á það sérstaklega við um samræðurnar sem eins og áður sagði eru brenndar marki bilunar geimfarans Valda. Það er ekki mikið um tilþrif í stíl enda sagan ekki þannig að mikið rúm sé til slíks, — þó bregður þeim fyrir inná milli: Grá dúfa kom inn til lendingar og dró upp vængina og skjögraði á fluginu. Hún settist á trjágrein og greinin vaggaði undir henni. Hún hoppaði á nýja grein og snjórinn sáldraðist niður í flygsum. Dúfan réri á greininni, hún reigði nefið í kalda goluna og hagræddi óað- finnanlegum vængjum. Gaga er stutt saga en hnitmiðuð og hún er áleitin saga. Olafur Gunnarsson hefur sýnt að honum lætur vel að skrifa sögur sem vega salt gamans og alvöru. Hann er með efnilegri sagnaskáldum okkar og Gaga sýnir að hann er óragur 523
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.