Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 43
Sögumaður deyr samfélagsins. Sú grein reyndist Böll dýrkeypt á þeim myrku árum skoðana- ofsókna sem í hönd fóru, og náðu hámarki haustið 1977. Þótt Böll sé framar öðru sögumaður er ekki þar með sagt að verk hans séu „bara“ einfaldar frásagnir. Hann er ekki síður en módernistar upptekinn af tungumálinu, einmitt vegna þess að óbreytt fólk getur ekki átt athvarf, ekki tjáð sig með því tungutaki sem fylgir stofnunum þjóðfélagsins. Könnun tungumálsins, sem meðal annars birtist í notkun mismunandi frásagnar- hátta, er mikilvægt atriði í verkinu Gruppenbild mit Dame, en hún kemur líka skýrt fram í bókinni um Katarínu Blúm, þar sem í senn er vegið að máli dómskerfisins og Springer-pressunnar. Tungumál þessara aðila er logið, annað hvort vísvitandi eða vegna þess að það útilokar á einhvern hátt mannlegt líf í órökvísi sinni. Andspænis þessu setur Böll alþýðlegt tungu- tak, sem er satt á sama sjálfsagða hátt og orð Guðs er satt fyrir kaþólikkum. Misnotkun tungumálsins varð eitt lykilþemað í síðari verkum Bölls, vegna þess að í henni sá hann hvað stærsta ógnun við það líf, sem hann skildi alltaf trúarlegum skilningi. Kaþólska Bölls var kaþólska frumkristni og ná- ungakærleika — sú kaþólska sem enn þann dag í dag er fyrir alþýðu manna í sumum löndum „hjarta hjartalausrar veraldar, sál sálarlausra þjóðfélags- hátta“, svo vitnað sé til frægra orða. En hún rúmaði líka dulræna þætti sem voru hluti lífsskilnings hans, og sem gætir til dæmis í Gruppenbild mit Dame. Að öðru leyti eru verk Bölls iðulega „raunsæ" í hefðbundinni merkingu þess orðs. Þetta er ekki endilega það sögulega raunsæi sem dregur upp stórar línur samfélagsþróunarinnar, heldur það raunsæi sem ekki lætur sér sjást yfir smáatriðin, því „leyndardómur hryllingsins er einmitt fólginn í smáatriðunum", eins og segir í Ansichten eines Clowns. Bókmenntalega var Böll miklu skyldari 19. öldinni en þeirri tuttugustu, eins og Georg Lukács benti á í grein sem hann skrifaði 1967. Orlög persóna hans voru einmitt tragísk örlög einstaklinga, sem áttu í baráttu við fjandsamlegt umhverfi, en ekki birtingarmyndir fáránleika tilverunnar, eins og algengt er í 20. aldar bókmenntum. Böll var þeirrar — vissulega umdeilanlegu — skoðunar, að list og mannúð gætu farið saman, fagurfræði og siðfræði væru greinar á sama meiði. Efinn var hluti af mannhyggju hans, efi sem líka tók til flestra hugsanakerfa. Hann var lítill hugmyndafræðingur, því hann óttaðist um þennan óútskýranlega „mannlega þátt“, sem oftast verður ekki höndlaður nema í skáldskap. Væri hann spurður stórra spurninga, gat hann átt til að svara einsog persónan Hans Schnier í Viðhorfum trúðs: „Hvers konar maður ert þú eiginlega?" spurði hann. „Eg er trúður," sagði ég, „og safna augnablikum. Bless.“ Eg lagði á. TMM III 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.