Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 62
Tímarit Máls og menningar síns, vanrækir starf sitt og skrifar ofstækisfullar greinar í viðeigandi málgögn. Svo undarlega vill til að hann hittir Franz bróður sinn oftar og þeir reyna hvor fyrir sig árangurslaust að snúa hinum. Þrátt fyrir mismunandi afstöðu hafa þeir nálgast hvor annan. Eg hef ekki séð Franz lengi, aðeins heyrt af honum. Hann mun vera orðinn mjög þunglyndur og dvelur löngum í rökkursælum kirkjum. Eg held að óhætt sé að telja guðhræðslu hans yfirdrifna. Hann byrjaði að vanrækja starf sitt eftir að fjölskylda hans hafði orðið fyrir þessu óláni og nýlega sá ég á vegg húsarústa gulnaða auglýsingu með áletruninni: „Síðasta keppni gamla meistarans, Lenz gegn Lecoq. Lenz leggur hanskana á hilluna.“ Veggspjaldið var frá því í mars og nú er liðið á ágúst. Franz kvað vera mjög langt niðri. Eg held að aðstæður hans séu þannig að slíkt hafi aldrei þekkst í fjölskyldu okkar, hann er fátækur. Til allrar hamingju er hann ógiftur. Félagslegar afleiðingar hinnar óábyrgu guðhræðslu hans snerta því eingöngu hann sjálfan. Hann hefur reynt með furðulegu harðfylgi að fá barnaverndarnefnd til að taka að sér börn Lucie, sem hann telur í hættu vegna kvöldhátíðanna. En fyrirhöfn hans hefur ekki borið ávöxt. Svo er guði fyrir að þakka að börn velmegandi fólks þurfa ekki að þola afskipti félagsmálastofnana. Sá sem síst hefur fjarlægst aðra ættingja þrátt fyrir margar ógeð- felldar tilhneigingar, er Franz föðurbróðir. Reyndar á hann hjákonu þrátt fyrir háan aldur. Einnig eru kaupsýsluaðferðir hans þannig að við hljótum að dást að þeim en getum þó engan veginn lagt blessun okkar yfir þær. Nýlega gróf hann upp atvinnulausan leiksviðsstjóra, sem fylgist með kvöldhátíðinni og gætir þess að allt fari sem best fram. Og raunar gengur allt eins og í sögu. XI Nú eru liðin hartnær tvö ár, langur tími og ég gat ekki staðist að fara eitt sinn á kvöldgöngu framhjá húsi föðurbróður míns, þar sem ekki er lengur hægt að sýna venjulega gestrisni, síðan ókunnir listamenn fóru að vera þar á kreiki á hverju kvöldi og fjölskyldulimir að gefa sig á vald kynlegum skemmtunum. Það var á hlýju sumarkvöldi að ég fór þar hjá. Um leið og ég beygði fyrir hornið á Kastaníustræti heyrði ég hendinguna: „Heyra má himnum í frá.“ Meira heyrðist ekki vegna hávaða í vörubíl sem ók hjá. Eg læddist hægt að húsinu og 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.