Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar
ekkert er ofsagt og hvert smáorð kynngimagnað í einfaldleika sínum
en þó upphafið. Líkingar, myndmál og sjálft ljóðformið svo nýtt í
íslenskri ljóðagerð að það er enn nýstárlegt og uppgötvun fyrir ungt
ljóðskáld að lesa það, eigi að síður virðist Jóhann Jónsson sækja
kveikjuna og jafnvel orðfærið í þetta kvæði Gests. Skal nú vikið að
því.
I Arin líða, II. kafla, koma þessar ljóðlínur fyrir:
Um glugga þýtur napur næturvindur,
En alt í einu heyrðist helgri’ í kirkju
með undrarómi einhvers kallað nafn.
Jóhann segir:
Við svo felld annarleg orð
sem einhver rödd lætur falla
á vorn veg — eða að því er virðist
vindurinn blæs gegnum strætin . . .
Gestur Pálsson unni móður sinni mjög heitt og tregaði hana sárt en
hún dó þegar hann var tæpra tíu ára.8 Hann minnist hennar oft í
ljóðum sínum og lítur þá á sig sem móðurlaust barn. I III. kafla Arin
líða víkur hann að þessum sárustu tilfinningum lífs síns:
í myrkri fold er móðir náköld falin,
Þú sælt ert, barn, er blunda’ að móður hjarta
um æskudaga alla þína getur,
þú eigi hlýtur undir eins og vitkast
að sjá að vonin sæla tál er aftur,
og æfinepju’ um æskudaga finna.
Þetta endurómar í innileikanum í ávarpsorðum Jóhanns:
og ljóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi til draums,
hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, er þig hugðir
borið með undursamleikans
eigin þrotlausan brunn þér í brjósti,
hvar?
66