Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 45
Bernskan í hugarfarslegu Ijósi hugmyndafræði vísar til skýrt afmarkaðra skoðana og hugmynda sem geta annaðhvort styrkt eða veikt samfélagsgerðina. Þegar fjallað er um tímabil fyrir daga iðnbyltingar, má gera ráð fyrir að hinn menntaði, læsi minnihluti íbúanna hafi einn getað haft hugmyndafræðileg áhrif og jafnframt að það hafi dregið mjög úr þessum áhrifamöguleikum að mikill hluti almennings var ólæs. I þessu sambandi er vert að benda á að oddvitum í stjórnmálum og menningarmálum, einkum frá og með Upplýsingunni, er gjarnan lýst sem forvígismönnum umbóta sem almúginn hafi þæfst gegn með því að halda fast við hefðgróin viðhorf. yfwwi/ítsagnfræðingar tala gjarnan í þessu sam- bandi um hugarfar sem „tregðuafl“ eða „langtímafjötra". (Vovelle 1982:13; Hagen 1984:8) Þessi skoðunarmáti ber það með sér að yfirstéttin hafi hallast á sveif með „framförum“ en almúginn tengst íhaldsöflum þjóðfélagsins. Þessi skoðunarháttur er langtífrá hafinn yfir gagnrýni (sjá hér aftar); aftur á móti er Ijóst, eftir mörgum rannsóknum á hefðbundnum samfé- lagsaðstæðum í Evrópu að dæma, að það fer mjög eftir þjóðfélagsstöðu hinna ýmsu hópa hvernig þeir hafa brugðist við hugmyndafræðilegum nýmælum eða menningarlegum fyrirmyndum. Þannig sýnir Ariés (1962:390) fram á að nútímaleg bernskuvitund hafi fyrst látið á sér kræla meðal aðals og borgara; frá þessum hópum hafi hún smám saman síast út til bænda og verkamanna á 19. öld. A sama hátt kemur fram töluverður tímamunur þegar athuguð eru einstök dæmi um hvenær ólíkir þjóðfélags- hópar hafa tileinkað sér nýjar menningarlegar fyrirmyndir. Brándström og Sundin gerðu t. d. athugun á ungbarnadauða í Nedertorneá (nyrst í Svíþjóð) á 19. öld þar sem ekki var til siðs í byrjun aldrinnar að gefa ungbörnum brjóstamjólk. A fjórða áratugnum var hafin „upplýst" herferð til að hvetja mæður til að gefa börnum sínum brjóst. Dánartíðni ungbarna tók þá fljótlega að lækka. Það sýndi sig þó að allir voru ekki jafnfúsir að breyta barneldisvenjum sínum: miðstéttarmæður voru fljótari að laga hegðun sína eftir boðskap yfirvalda en það leið á alllöngu áður en bændafólk tók að fara eftir honum. (Brándström og Sundin 1983:216—21) Athugun á dánartíðni ungbarna á 19. öld á Islandi, þar sem brjóstagjöf var líka óalgeng, sýnir sömuleiðis að bændafólk þæfðist lengi gegn tilraunum yfirvalda til að „bæta“ uppeldishættina. (Loftur Guttormsson 1983a:l38—51) Þessi dæmi sýna að alþýðan hafði ekki sama skilning og yfirvöld á því hvað væri börnum fyrir bestu. Rannsakendur hugarfars vildu gjarnan geta skýrt hvers vegna ólíks og jafnvel andstæðs bernskuskilnings gætir stundum á sama tíma í einu og í sama þjóðfélagi. Hér nægir ekki að vísa til framfara- hugmyndafræðinnar: alþýðan hafi ekki vitað betur, einungis hafi þurft að opna augu hennar fyrir því sem frá sjónarmiði „upplýstrar“ skynsemi var 443
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.