Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 10
29. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | Þrátt fyrir að starfsemi Auðlinda- garðsins, sem byggst hefur upp í kringum starfsemi HS Orku á Reykjanesi, sé ekki á allra vit- orði þá er ljóst að hann leikur stórt hlutverk í atvinnu- og verð- mætasköpun á Reykjanesi, og er eftirtektarverð stærð í heildar- samhengi verðmætasköpunar þjóðarbúsins. Hugmyndafræðilega er þessi þyrping fyrirtækja senni- lega einstök á heimsvísu með sam- nýtingu auðlindarinnar sem jarð- varminn á svæðinu er. Úrgangur sem auðlind Allt ofangreint kom fram í máli fyrirlesara á ráðstefnu HS Orku og Bláa lónsins í gær þar sem til umfjöllunar var fjölþætt nýt- ing jarðvarma á Reykjanesskaga undir merkjum Auðlindagarðs- ins – tveggja orkuvera HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi og fyrirtækja sem nýtt hafa afgangs- stærðir við framleiðslu á rafmagni og heitu vatni til fjölbreyttrar framleiðslu. Þar ber auðvitað hæst orkuframleiðslu og ferðaþjónustu, en þar er einnig að finna sjávarút- vegsfyrirtæki, nýsköpun í líftækni og endurnýjun orkugjafa. Þessa þyrpingu mynda níu fyrirtæki sem má segja að „nærist“ hvert á öðru – það sem fellur til við framleiðslu eins fyrirtækis nýtist því næsta til verðmætasköpunar. Krónur og aurar Friðrik Már Baldursson hag- fræðingur kynnti á fundinum skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins GAM Management (GAMMA) um stöðu, áhrif og möguleg tækifæri Auðlindagarðsins. Sagði hann Auð- lindagarðinn sýnidæmi um það hvernig hægt er að standa að sjálf- bærri nýtingu á hagkvæman hátt og í raun gjörnýta alla auðlinda- strauma sem úr jarðvarmanum koma. Eitt viðmiðið sem hægt er að skoða í því samhengi eru einfald- lega atvinna og krónur og aurar – svona þegar hugmyndaauðgi og framtaksemi eru sett til hliðar um stund, sagði Friðrik en þessi atvinnustarfsemi sem hér um ræðir hefur ekki notið teljandi athygli þegar þessar grunnstærð- ir eru gaumgæfðar, hvorki í sam- hengi samfélagsins á Reykjanesi né þjóðarhags. Það liggur þó á borðinu að efna- hagsleg áhrif garðsins í heild eru veruleg. Tekjur námu um 20,5 milljörðum króna árið 2013 eða um einu prósenti af vergri landsfram- leiðslu. Fljótt á litið er það lág tala en í samanburði sem allir þekkja er svo ekki. Framlag fiskveiða nam um 5,5 prósentum af lands- framleiðslu sama ár og stóriðju um 2,3 prósentum. HS Orka og HS Veitur eru um 60 prósent af velt- unni en Bláa lónið um fjórðungur. Önnur fyrirtæki skýra 16 prósent, en þar verður að hafa hugfast að þau fyrirtæki eru nýlega til komin og þær fjárfestingar eiga eftir að skila sér á næstu árum. Verðmæt- in sem verða til í starfseminni, rekstrarhagnaður og laun starfs- manna, eru um helmingur af veltu eða um 10 milljarðar á ári. Í því samhengi eru heildarfjárfesting- ar innan Auðlindagarðsins um 68 milljarðar króna og margt í píp- unum. 2.000 störf tapast Það er flestum kunnugt að Suður- nesin hafa orðið að þola þyngri áföll í atvinnulegu tilliti á undan- förnum árum en aðrir landshlut- ar. Þessa staðreynd gerði Friðrik að umtalsefni í samhengi við upp- gang Auðlindagarðsins, sem má finna stað frá hruni að allmiklu leyti. Það efnahagsástand sem myndaðist eftir 2008 var að mörgu leyti hagstætt fyrirtækjunum sem þar starfa, enda skapaði lægra raungengi góðar aðstæður fyrir útflutningsfyrir- tæki eins og þau sem þar starfa. Bei n störf fyrirtækjanna eru rúmlega 500 talsins og losa þúsundið þegar afleidd störf eru meðtalin. Allt frá árinu 2006 hefur atvinnuleysi á Suðurnesjum verið að jafnaði þremur prósent- um hærra en á landinu öllu. Fyrir það fyrsta er ljóst að vinnumark- aðurinn á Suðurnesjum hefur ekki náð að vinna úr brotthvarfi banda- ríska hersins um miðjan síðasta áratug. Hitt er að hrunið 2008 kom sérstaklega illa við atvinnu- starfsemi á Suðurnesjum, ekki síst vegna mikilvægis byggingar- og verktakastarfsemi sem lagð- ist að mestu af um skeið. Í þriðja lagi varð samdráttur í útgerð, og um sögu uppbyggingar í Helguvík þarf ekki að fjölyrða. Þetta þrennt varð þess valdandi að á þrem- ur árum töpuðust tæplega 2.000 störf út úr hagkerfi Suðurnesja sem í allt telur um 11.000 störf. Vilji menn leggja þessa mælistiku á höfuðborgarsvæðið myndi það þýða 20.000 töpuð störf. Þessi áföll eiga sér fá fordæmi í íslenskri hagsögu, er mat Friðriks. Hann bætti við að árið 2014 hefði störfum þá fjölgað um 1.700 síðan 2009. Megi áætla að tæplega eitt af hverjum fjórum nýjum störfum sem skapast hafa á Suðurnesjum hafi tengst Auðlindagarðinum með einum eða öðrum hætti og mikil- vægi hans fyrir samfélagið þurfi að skoða í því ljósi. Hvers er að vænta? Í úttekt sinni lítur GAMMA líka til framtíðar. „Ég held að það sé ekki spurning um að hún er björt. Varan sem kemur frá starfseminni eru allt hlutir sem eru eftirsóttir og sú eftirspurn á bara eftir að aukast á næstu árum; græn orka, ferða- þjónusta, ýmiss konar eftirsóttar neysluvörur og vatn,“ sagði Friðrik og sló þann „varnagla“ að allt væri þetta háð sveiflum á raungengi en samdráttar skeiði á Vestur löndum, og víða annars staðar, væri að ljúka svo eftirspurn ætti eftir að aukast ef eitthvað er. „Það eru næg tækifæri til uppbyggingar, innvið- ir og mannafli er til staðar. Fyrir- huguð fjárfesting á næstu árum er um 20 milljarðar króna. Allt virð- ist smella þarna saman og ástæða til bjartsýni hvað varðar uppbygg- ingu Auðlindagarðsins,“ sagði Friðrik. „Samfélag án sóunar“ er mark- mið Auðlindagarðsins og kjörorð til 20 ára. Það er hugmynd Alberts Albertssonar, hugmyndasmiðs HS Orku og fyrrverandi aðstoðarfor- stjóra fyrirtækisins. Ráðstefnan í gær var Alberti til heiðurs enda yfirfærði hann lífssýn sína á Auð- lindagarð HS Orku– og á heiðurinn að grunnhugsun hans. Í kjörorðinu felst að nýta beri allar þær auðlindir sem streyma inn og út úr garðinum til fullnustu og á sem ábyrgastan hátt. Í rauninni er ekki til neitt sem heitir rusl heldur einungis hráefni– verðmætar auðlindir sem hægt er að nýta í ólíka framleiðslu. Albert fæddist árið 1948 og ólst upp við kröpp kjör hjá ömmu sinni og afa í Þingholtunum í miðbæ Reykjavíkur. Þar á bæ var engu hent. Allar afurðir voru nýttar til hins ýtrasta. Albert heillaðist af indíánum og hugmyndafræði þeirra um að aldrei skyldi meira veitt en þörf væri á– að skilja eftir sig fá spor og ganga ekki of nærri móður jörð. Þessu fann hann stað í þriðja stærsta orkuframleiðanda landsins og hefur helgað því líf sitt að byggja upp sjálfbært samfélag. Albert var spurður að því í gær hvaða framtíðarmöguleikar væru fyrir Auðlindagarðinn. Hann sagði möguleikana óþrjótandi– efniviðurinn væri fyrir hendi en eina takmarkandi þáttinn sem hann kæmi auga á væri að finna á milli eyrnanna á okkur Íslendingum. HUGMYNDASMIÐUR AUÐLINDAGARÐSINS Verðmæti úr því sem af gengur Auðlindagarðurinn á Reykjanesi – þyrping níu misstórra fyrirtækja – stendur undir einu prósenti af landsframleiðslunni. Bein og afleidd störf eru 10% af vinnumarkaði Suðurnesja. Hugmyndafræðilega er Auðlindagarðurinn einstakur á heimsvísu, segja þeir sem gerst þekkja. ALBERT ALBERTSSON FRIÐRIK MÁR BALDURSSON SVARTSENGI Hér sést yfir lækninga- lind Bláa lónsins, þróunarsetur fyrir- tækisins og fjær orkuver HS Orku. Undir rauðu þaki sést Northern Light Inn hótelið sem var byggt árið 1983 og er hluti af Auðlindagarðinum. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is ÞAÐ SEM FRÁ EINUM KEMUR NÝTIST ÖÐRUM TIL VERÐMÆTASKÖPUNAR Bláa Lónið ORF Líftækni Carbon Recycling Int. Jarðhita- vökvi Grunn- vatn Sjótöku- svæði Heitt vatn Kalt vatn Raf- magn Kæli- sjór Jarð- sjórGufaCO2 Northern Light Inn Stolt Sea Farm Iceland HS OrkaHS Veitur Haustak Háteigur Orkuverið Jörð Fiskeldi Svartsengi Reykjanes Fiskþurrkun Endurnýjanlegt metanól Líftækni Heilsulind Lækningalind Þróunarsetur Hótel Heimild: H:N Markaðssamskipti (2006) 30 (2001) 30 (1992) 300 (1983) 30 (2012) 20 (1974) 60(2008) 90 (1993) 20 (1999) 50 MYND/OZZO ASKÝRING | 10 AUÐLINDAGARÐUR Á REYKJANESI 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 5 -6 B 9 C 1 6 3 5 -6 A 6 0 1 6 3 5 -6 9 2 4 1 6 3 5 -6 7 E 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.