Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 26
6 • LÍFIÐ 29. MAÍ 2015 Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá KMS Ég er á gangi á Laugaveginum þegar ég sé gamla konu beygja sig eftir einhverju fyrir framan mig. Í huga mér lýstur niður mynd af sjálfri mér líkt og ég sé fót- boltakona við vítateig. Ég sé fyrir mér að taka tilhlaup og sparka svo af öllu afli í rassinn á henni líkt og hann væri fótbolti. Ég sé þetta ljóslifandi fyrir mér, hvern- ig konan klýfur loftið í falleg- um sveig … og þar endar hugsun- in. Þessi hugsun er frekar kjána- leg og truflar mig lítið. En svo get ég fengið eldsnögga mynd í koll- inn þar sem ég sting dóttur mína eða bít af henni nefið. Eða ég sé fyrir mér að fleygja mér fram af svölum eða manninn minn dáinn í bíl á leiðinni heim. Slíkar hugsan- ir eru töluvert óþægilegri og geta verið kvíðavekjandi hjá þeim sem taka þær alvarlega. Að missa vitið? Af hverju fæ ég hugsanir sem stríða gegn minni eigin siðferðis- og réttlætiskennd? Er ég að missa vitið? Er ég innst inni barnaníðingur, morð- ingi eða með alvarlegar sjálfs- vígslanganir? Er hætta á að ég geti ekki hamið mig? Er ég vond manneskja? Hef ég kallað dauða yfir manninn minn með því að sjá hann fyrir mér verða fyrir bíl á leiðinni heim? Eru meiri líkur á því að atburður gerist ef ég hugsa um hann? Merkir hugsunin það að mig langi til þess að gera eitt- hvað slæmt eða sé að óska þess að eitthvað slæmt komi fyrir? Verð- ur það mér að kenna ef það gerist, fyrst ég hugsaði það? Svarið er nei Heilinn í okkur hefur þróast yfir árþúsundir í að kalla fram allt það versta sem gæti gerst. Þú ert ekki það sem þú hugsar og þú eykur ekki líkur á því að eitthvað hræði- legt komi fyrir bara með því að hugsa það (þá myndi ég allavega alltaf vinna í Lottó þegar ég kaupi miða og allir sem svína fyrir mig á hringtorgum myndu samstundis hverfa ofan í svarthol). Passaðu þig! En þegar svona hugsanir skjóta upp kollinum hefur þú val um að bregðast við eins og þú sért það sem þú hugsar eða eins og þú sért ekki það ekki. Ef þú ert í raun stór- hættulegur einstaklingur í guð- anna bænum leggðu frá þér hníf- inn, taktu stórt skref frá svala- handriðinu, passaðu þig að hugsa ekki neitt slæmt sem gæti hent ást- vin og forðastu alla rassa sem rétt- ir eru upp í loft fyrir framan þig því annars gerist eitthvað hræði- legt. Hinn valmöguleikinn er að halda bara áfram að skera græn- metið og spjalla við dóttur þína með hnífinn í hendi, því þú ert ekki það sem þú hugsar. Staðreyndin er sú að um 90% mannkyns fær hugsanir og sér fyrir sér atburði sem þeim finnst óþægilegir eða ógeðfelldir. Við eru bæði þróuð til þess að fá þessar hugsanir og svo erum við umkringd fréttum af hræðilegum atburðum sem koma fyrir fólk dagsdaglega. Flest okkar leggja ekki neina sérstaka merkingu í að fá svona hugsanir. Við hristum bara haus- inn og látum þær ekki hafa áhrif á hegðun okkar. Þá líða þær fljótt hjá og við munum yfirleitt ekki eftir þeim nokkrum mínútum eða dögum seinna. Sum okkar leggja svo alvarlega merkingu í hugsunina að hún vekur mikla vanlíðan, svo sem kvíða, sektarkennd, skömm og depurð. Við óttumst að hugsun- in merki það að okkur langi til þess að gera eitthvað slæmt, eða okkur finnst við bera ábyrgð á því slæma ef það gerist, fyrst við vorum að hugsa það. Þá höfum við tilhneig- ingu til að bregðast við hugsunum okkar með því að gera eitthvað til að afstýra hættunni. Við stígum frá svalahandriðinu eða forðumst hnífa í nærveru barnanna okkar. Við hin hugsum svona líka Öll slík viðbrögð virka því miður öfugt við það sem til er ætlast og búa til vítahring hegðunar og hugs- ana sem auka alla vanlíðan. Þú ert í raun að styðja við þá merkingu að þú sért ógeðsleg/ur eða hættuleg/ ur. Það veldur því að hugsunum um hættuna fjölgar og nýjar aðstæð- ur fara að vekja svipaðar hugsan- ir. Ef ég ætla til dæmis að forð- ast alla hnífa þá fer ég ósjálfrátt að leita eftir þeim í umhverfinu til að geta forðast þá. Það sama gerist ef ég reyni að hætta að hugsa um hnífa með því að ýta þeim úr huga mér, prófaðu bara núna að hætta að hugsa um regnbogalitaðan hníf. Ef þú ert komin í svona vítahring mæli ég með að þú leitir aðstoð- ar sálfræðings með sérþekkingu í að vinna með þráhyggju-áráttu. Ef þú hins vegar hefur bara áhyggjur af því að vera eitthvað afbrigðileg/ ur fyrir hugsanir þínar þá máttu hugga þig við það að við hin hugs- um svona líka. ERTU ÞAÐ SEM ÞÚ HUGSAR? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur skrifar um óþægilegar hvers- dagslegar hugsanir og hvernig sé best að bregðast skynsamlega við þeim. HVERNIG BREGSTU VIÐ HUGSUNUM ÞÍNUM? Það er óneitanlega hægt að segja að þegar sumarið nálgast (já það er að koma júní þó svo að það sé enn þá bara 5 stiga hiti) að þá sé oft erfiðara að standast allar gómsætu freistingarnar. Sumr- inu fylgja nefnilega oft grillveisl- ur með öllu tilheyrandi, ferðir í ís- búðina og svo mætti lengi telja. Fólk gerir meira af því að hitt- ast eftir vinnu, fara í sund, grilla saman og eru þessir þættir oft hafðir sem afsakanir fyrir hreyf- ingarleysi á sumrin. Afsakanirn- ar eru því miður ekkert meira en akkúrat það, afsakanir. Það er ekkert mál að njóta sumarsins án þess að leggjast í kör og vera í enn betra formi þegar haustið kemur. Hollt á grillið Grillmatur þarf ekki að vera óholl- ur. Þvert á móti getur hann verið mjög holl og næringarrík mál- tíð. Kryddi maður kjötið sjálfur þá sleppur maður við öll aukaefn- in sem fylgja tilbúnum mariner- ingum. Prófið að skipta stóru kart- öflunni sem er alltaf fyllt af smjöri út fyrir sætar kartöflur, þær eru gómsætar grillaðar. Salat, maís- stöngull eða grillað grænmeti er afbragðskostur fyrir meðlæti. Svo er það sósan. Það þarf ekki alltaf að vera bernaise, piparrjómasósa eða einhver majónesdrulla. Það er hægt að gera mjög hollar og góðar sósur úr hreinu eða grísku jógúrti, góðum kryddjurtum og olíu. Próf- ið ykkur bara áfram! Ís-staðgengill? Ég viðurkenni það fúslega að það er erfitt að finna staðgeng- il fyrir ís. Jú, það er hægt að gera eins konar ávaxtakrap heima hjá sér til að svala frostpinnalöngun- inni. Erfitt er þó að finna eitthvað í staðinn fyrir rjómaísinn. Jógúrt- ís er vissulega hollari kostur en að mínu mati er það ekki ísinn sem við þurfum endilega að standast enda allt í lagi að fá sér einn lítinn einstaka sinnum. Það er súkkulaði- dýfan og hrúgan af namminu sem við setjum ofan á hann. Engin afsökun Auðvitað er gaman að hitta vini sína og fjölskyldu á sumrin og sleikja sólina. Það þarf samt ekki alltaf að liggja eins og skata í sundlauginni eða á pallinum til þess að njóta þeirrar gulu. Fjall- göngur, gönguferðir, hjólatúrar, skokk, sundferðir (og þá meina ég að synda); allt þetta eru frábær- ar leiðir til þess að njóta samveru- stunda með vinum og vandamönn- um, fá góða hreyfingu í leiðinni og smá lit í kinnarnar. Höfum aðeins meira fyrir hlut- unum í sumar, bara aðeins. Þá eyðum við átakshugsuninni og lifum heilbrigðum lífsstíl allan ársins hring! SUMAR FREISTINGARNAR Engin ástæða er til þess að leggjast í kör og hætta að hreyfa sig í sumar.Til hvers að flækja hlutina? 365.is Sími 1817 SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! Í upphafi mánaðar byrja allir viðskiptavinir í 0 mínútum og 0 SMS-um. Það fer síðan eftir notkun í hvaða þrepi hann endar þann mánuðinn. 0 kr. 2.990 kr. 4.990 kr. 60–365 mín. og SMS Endalaust 60 mínútur og 60 SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. 365 mínútur og 365 SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. Endalausar mínútur og SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. 0–60mín. og SMS Heilsuvísir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 5 -A 6 D C 1 6 3 5 -A 5 A 0 1 6 3 5 -A 4 6 4 1 6 3 5 -A 3 2 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.