Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGGrasflötin og garðyrkja FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 20154 Fóðurblandan býður garðeig-endum upp á gott úrval af áburði og grasfræjum sem hentar vel til ræktunar hér á landi. Áburðurinn er hágæða áburður með háan vatnleysanleika sem er mikill kostur, sérstaklega í köldu loftslagi, að sögn Péturs Péturs- sonar, sölustjóra Fóðurblönd- unnar. „Blákorn er aðalvörumerki fyrir tækisins en það er áburður sem er sérsniðinn að aðstæðum hér á Íslandi og hentar jafnt fyrir grasflötina sem matjurtagarðinn.“ Starfsfólk Fóðurblöndunn- ar hefur lagt mikinn metnað í að bjóða gott úrval af áburði fyrir hin ýmsu verkefni, ekki einungis Blákorn. „Graskorn er sérhannað fyrir grasvöxtinn, Trjákorn fyrir tré, Kalkkorn og Túrbó Kalk til að kalka súran jarðveg og eins til að hindra að mosi vaxi. Garðafosfat eykur við fosfórinn og Kalísúlfat eykur við kalí í jarðvegi.” Bændur hafa notað áburð frá Fóðurblöndunni í tugi ára enda hefur fyrirtækið á boðstólum um þrettán áburðartegundir í 600 kg stórsekkjum sem afgreiddir eru um land allt. „Með réttri notk- un má ná góðum árangri í rækt- un hvort sem þú ert bóndi úti í sveit eða bara bóndi í þínum eigin garði.“ Úrvals grasfræ Meðal nýjunga frá Fóðurblönd- unni má nefna Garðablöndu sem er sérvalin grasfræblanda. „Þar má helst nefna að yrkin í blönd- unni eru golfvallarfræ en þau eru með sterka rót og bera fagur- grænan vöxt. Blandan hentar vel í flesta húsgarða og þolir til dæmis vel snöggan slátt. Ég mæli með því að sáð sé á vorin svo gróðurþekjan verði þétt.“ Önnur nýjung hjá Fóðurblönd- unni er svokölluð Landgræðslu- blanda en hún hentar einkar vel til að græða landið okkar. „Land- græðslublandan er til dæmis mikið notuð á sumarbústaðalóð- ir enda er hún einstaklega harð- ger og góð grasfræblanda. Bæði Garðablandan og Landgræðslu- blandan eru með grasyrki sem eru sérstaklega hugsuð fyrir ís- lenskt veðurfar.“ Áburðurinn og grasfræin fást í verslunum um land allt. Nánari upplýsingar má finna á www.fodur.is Gæðaáburður og gott úrval grasfræja Í köldu loftslagi skiptir miklu máli að huga að góðum áburði og grasfræjum. Fóðurblandan býður garðeigendum upp á úrval áburðar og grasfræja sem hentar mjög vel íslenskum aðstæðum. Bændur hafa notað vörurnar í tugi ára. Bændur hafa lengi notað áburð frá Fóðurblöndunni með góðum árangri. MYND/GVA „Með réttri notkun má ná góðum árangri í ræktun hvort sem þú ert bóndi úti í sveit eða bara bóndi í þínum eigin garði,“ segir Pétur Pétursson, sölustjóri Fóðurblöndunnar. MYND/GVA Þetta er f jórða árið í röð sem Morgunn í matjurta-garði er haldinn í Grasa- garðinum við miklar vinsæld- ir,“ segir Sigríður Inga Magnús- dóttir garðyrkjufræðingur. Hún býst við fjölda gesta en undanfarin ár hafa yfir hundrað manns mætt á matjurtamorgn- ana. Starfsfólk Grasagarðsins verði með svör á reiðum hönd- um um allt sem viðkemur rækt- un krydd- og matjurta. „Fólk bara mætir hingað og spjallar við okkur. Við erum að setja niður matjurtir og á meðan getur fólk spurt út í verkin. Fólk hefur gjarnan verið að spyrja út í hvernig sá á út fyrir matjurtum og rækta frá grunni en fólk er líka að kaupa tilbúið hjá garðyrkju- stöðvum. Fólk er að velta fyrir sér á hvaða tíma er best að gera hlut- ina og hvaða tegundir henta og hvernig best sé að bæta jarðveg- inn. Þá verður Garðyrkjufélagið einnig á staðnum með kynningu á sínu starfi og bækur.“ Sigríður segist f inna f yrir miklum áhuga fólks á að rækta eigið grænmeti. Þar hafi lægri kostnaður við matarinnkaup eitthvað að segja en eins vilji fólk einfaldlega njóta þess að vera úti og að borða eitthvað sem það hefur sjálft hlúð að. „Fólki líður vel úti í nátt- úrunni og það gefur manni mikið að borða það sem maður hefur sjálfur ræktað. Það má rækta margt á Íslandi sem pass- ar við íslenskt veður far,“ segir Sigríður. „Café Flóra verður með pipar- myntute á boðstólum á morgun en myntu er til dæmis auðvelt að rækta úti allt árið í potti. Gestir geta einnig spurt út í lækninga- jurtir í garðinum en við verðum vör við mikinn áhuga á þeim. Það verður starfsfólk hér á hverju strái með svör við öllu.“ Morgunn í matjurtagarði er milli klukkan 11-13 á morgun í Grasagarði Reykjavíkur. Eiga svör við öllu Hinn árlegi Morgunn í matjurtagarði Grasagarðsins verður haldinn á morgun, laugardag. Garðyrkjufræðingar svara spurningum um um allt sem viðkemur ræktun krydd- og matjurta og Café Flóra býður upp á jurtate. Sigríður Inga Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur svarar spurningum gesta á morgun í Grasagarði Reykjavíkur. MYND/STEFÁN 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 3 -9 6 8 C 1 6 3 3 -9 5 5 0 1 6 3 3 -9 4 1 4 1 6 3 3 -9 2 D 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.