Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGGrasflötin og garðyrkja FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 20156 Ég hef alltaf haft gaman af að elda og sá fyrir löngu hversu miklu máli skiptir að nota góðar kryddjurtir í matinn. Þannig vaknaði áhuginn fyrir kryddjurtum og ég fór að viða að mér upp- lýsingum,“ segir Auður Rafnsdóttir, sem er einlæg áhugamanneskja um krydd- jurtaræktun. Fyrir nokkrum árum var Auður hætt að hafa undan að svara fyr- irspurnum vina og ættingja um ræktun kryddjurta og ákvað því að stofna Face- book-síðuna Áhugafólk um kryddjurta- ræktun þar sem hún hefur safnað saman miklu magni af upplýsingum sem eru að- gengilegar öllum. Auður hefur einnig skrifað pistla og svarað fyrirspurnum um kryddjurtarækt- un á Spyr.is. „Síðan er ég að skrifa bók um kryddjurtir sem gefin verður út af Forlag- inu næsta vor.“ Áhugi á kryddjurtaræktun fer vaxandi á Íslandi en Auður segir slíka ræktun krefjast dálítillar natni. Plönturnar þurfi umhyggju og reglulegt viðhald. Hún gefur hér nokk- ur góð ráð til þeirra sem hyggjast nýta sval- ir sínar eða gluggakistur undir kryddjurta- ræktun. Nánari upplýsingar má síðan finna á Face book undir „Áhugafólk um kryddjurta- ræktun“ en einnig á á Snapchat og Insta- gram undir „kryddjurtir“. Ýmis góð ráð Auðar ● Auður mælir með því við byrjendur að byrja ekki á sáningu/spírun heldur á því að kaupa græðlinga og koma þeim upp. Hún segir mikilvægt að kaupa þá beint frá gróðurstöðvum. ● Gott er að byrja á auðveldum jurtum á borð við basilíku en síðan má rækta hinar kryddjurtirnar koll af kolli. Auð- veldar kryddjurtir sem rækta má úti eru graslaukur, steinselja og mynta. Erfiðasta plantan að eiga við er rósmarín að mati Auðar. ● Algengt er að vökva kryddjurtir eins og um blóm sé að ræða, það er einu sinni í viku. Auður segir þetta ekki réttu aðferð- ina. Betra sé að vökva með smá skvettu daglega. Þessi vökvun segir hún að eigi við um flestar kryddjurtir, sérstaklega yfir sumartímann. Hún segir einnig mjög gott að potturinn sé látinn standa í skál og áríðandi að í botni pottsins sé smá krull eða steinar. ● Mjög mikilvægt er að klippa kryddjurt- ina snemma og oft. Auður segir gott að æfa sig á basilíkunni en best er að klippa hana ofan frá við efstu laufin. Við það þéttist plantan verulega. Ef basilíkan er ekki klippt nægilega verður hún of hávax- in og þetta á við um allar kryddjurtir að sögn Auðar. ● Ein algengustu mistökin eru að taka lauf- blöðin af á röngum stöðum. Aldrei skal taka neðstu stóru laufin þar sem þau eru mjög áríðandi lauf fyrir alla upptöku sólarljóss og birtu. Betra er að taka efstu laufin enda eru þau nýjust og bragðast best. ● Auður segir marga gera þau mistök að klippa ekki plöntuna áður en hún blómstrar. Ef jurtin fær tækifæri til að blómstra mun hún einbeita sér að því á kostnað laufanna. Því er best að klippa blómin strax í upphafi. ● Moldin er gríðarlega mikilvæg að sögn Auðar. Hún segir marga gera þau mistök að nota ekki nægilega næringarmikla mold. Ekki er gott að nota mold úr garð- inum en best er að kaupa mold frá gróð- urræktunarstöðvum. ● Þegar planta á kryddjurtum úti í garði segir Auður mikilvægt að fólk átti sig á því að plantan vaxi og geti breitt úr sér. Það geti verið hvimleitt, sér í lagi fyrir ná- grannann sem er allt í einu með búnt af óreganó og myntu í bakgarðinum sínum. Auður mælir með því að planta í potta sem er þá hægt að færa til. Einfalt sé til dæmis að grafa pottinn í blómabeðið en þá má einnig taka hann inn þegar kóln- ar í veðri. Ef kryddjurtin er í potti er betra að ráða við rótarkerfið. Kryddjurtir þurfa ást og umhyggju Auður Rafnsdóttir heldur úti Facebook-síðunni Áhugafólk um kryddjurtaræktun. Hún skrifar einnig pistla og svarar fyrirspurnum um kryddjurtir á Spyr.is. Hún segir kryddjurtaræktun þarfnast nokkurrar yfirlegu en gefur hér nokkur góð og gegn ráð. Auður Rafnsdóttir hefur brennandi áhuga á kryddjurtaræktun og hefur viðað að sér heilmiklum upplýsingum sem hún deilir með öðrum á Facebook og víðar. MYND/ANDRI MARINÓ Þegar skordýr og önnur meindýr gera sig heimakomin í garðin- um þarf að grípa til ráðstafana. Það er einfalt og ódýrt að búa sér til sinn eigin skordýraeyði úr hráefnum sem til eru á heimilinu og oft virka þeir ágætlega. Hér eru nokkrar uppskriftir að skordýra- eyði sem auk þess að vera einfaldir eru líka umhverfisvænir. Það er gott ráð að grípa til eyðisins um leið og merki um skordýr sjást, því fyrr sem byrjað er að eyða því auðveldara verður það. Hvítlaukste Sjóðið hálfan lítra af vatni, setjið gróft skorinn hvítlauk út í og látið hann liggja í bleyti þar til vatnið kólnar. Takið hvítlauksbitana úr og spreyið á plönturnar. Tómatlaufsblanda Malið lauf af tómatplöntu og leggið í bleyti í nokkra daga, síið vatnið og sprautið yfir plöntur. Tómatlauf geta innihaldið eiturefni, notið því blönduna ekki á matjurtir. Garðyrkjuolía 1 tsk. jurtaolía 1 tsk. uppþvottalögur 2 bollar vatn Setjið öll hráefnin í úðabrúsa og hristið hann svo allt blandist saman. Þá er blandan tilbúin og hægt að úða henni yfir gróðurinn. Basilíkute 4 bollar vatn 1 bolli fersk basilíka (eða 2 tsk. þurrkuð) 1 tsk. uppþvottalögur Sjóðið vatnið, bætið þá basilíku við. Takið af hitanum, lokið og látið liggja þar til vatnið hefur kólnað. Síið. Blandið uppþvottaleginum saman við og sprautið á. Heimatilbúnar varnir Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir þegar meindýr gera vart við sig í garðinum. NORDICPHOTO/GETTY Reynslumiklir viðgerðar-menn hjá sláttuþjónustu JS Ljósasmiðjunnar eru að sigla inn í afar annasaman tíma. „Það verður yfirleitt allt vitlaust að gera fyrstu helgina í júní þegar fólk ætlar að setja sláttutækin í gang eftir veturinn,“ segir Jón Guðbjörnsson, annar eigandi JS Ljósasmiðjunnar. Fyrirtækið þjón- ustar bæði einstaklinga, fyrirtæki og bæjarfélög og hefur gert í yfir fimmtán ár. Starfsmenn hafa því viðamikla reynslu í faginu og við- skiptavinir eru í góðum höndum. Síðustu vikur hefur mest verið að gera í viðgerðum á keðjusög- um og hekkklippum enda menn að snurfusa limgerðin fyrir sum- arið. Á næstunni verður hins vegar mest að gera í viðgerðum á sláttu- vélum, sláttuorfum og sláttutrakt- orum. En hvað þarf helst að laga? „Mjög oft er þetta bilun sem snýr að skít í bensíni svo við erum mikið í blöndungshreinsunum,“ svarar Jón og getur þess að Ís- lendingar séu ekki allt of passa- samir með sláttutækin sín. „Fólk stingur þeim einhvers staðar undir vegg og er svo hissa þegar tækin fara ekki í gang að vori,“ segir hann glettinn og mælir með því að sláttutæki séu ávallt geymd inni yfir vetrartímann. Hann segir einnig góða reglu að láta yfirfara og hreinsa sláttuvélar einu sinni á ári en sláttuþjónusta JS Ljósa- smiðjunnar sinnir einnig slíkum verkefnum. „Þá hreinsum við vél- arnar, skiptum um olíu, brýnum hnífa og skiptum um kerti.“ Fyrirtækið f lytur einnig inn og selur varahluti í öll sláttutæki en er annars í góðu sambandi við umboðin ef á þarf að halda. Reiðhjólamenning fer vaxandi á höfuðborgarsvæðinu og JS Ljósa- smiðjan hefur brugðist við með því að bjóða upp á reiðhjólavið- gerðir. „Þetta er þriðja árið sem við bjóðum upp á slíkar viðgerðir og þetta er vaxandi hluti af starf- seminni,“ segir Jón. Þegar sumrinu lýkur og sláttu- vélar fara í geymslu breytast verk- efni fyrirtækisins. „Þá tökum við að okkur alls konar smíði, til dæmis á kerrum, stigahandrið- um og fleiru. Um jólin bjóðum við síðan upp á ljósakrossa á leiði sem eru mjög vinsælir.“ Gera við öll sláttutæki Sláttuþjónusta JS Ljósasmiðjunnar á Skemmuvegi 34 sér um viðhald og viðgerðir á sláttutækjum og selur varahluti í flestar gerðir sláttuvéla, sláttutraktora og sláttuorfa. Einnig er boðið upp á reiðhjólaviðgerðir. Jón Guðbjörnsson við eina af fjölmörgum sláttuvélum sem sláttuþjónusta JS Ljósasmiðj- unnar er að taka í gegn þessa dagana. MYND/GVA Það verður yfirleitt allt vitlaust að gera fyrstu helgina í júní þegar fólk ætlar að setja sláttutækin í gang eftir veturinn Nánari upplýsingar JS Ljósasmiðjan Skemmuvegur 34 www.velaverkjs.is velaverkjs@simnet.is Sími: 554-0661 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 3 -D 1 C C 1 6 3 3 -D 0 9 0 1 6 3 3 -C F 5 4 1 6 3 3 -C E 1 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.