Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 50
29. maí 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 22 LEIKLIST ★★ ★★★ Hávamál SÝNT Í TJARNARBÍÓI HÖFUNDUR: ÞÓRARINN ELDJÁRN OG LEIKHÓPURINN LEIKARAR: PÉTUR EGGERZ, ALDA ARNARDÓTTIR OG ANNA BRYNJA BALDURSDÓTTIR LEIKSTJÓRI: TORKILD LINDEBJERG LEIKMYND: RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR BÚN INGAR: CATHERINE GIACOMINI TÓNLIST OG HLJÓÐMYND: GUÐNI FRANZSON LÝSING: ÓLAFUR PÉTUR GEORGSSON SÖNGUR: STEFÁN FRANZ GUÐNASON, MEGAS Möguleikhúsið fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu með upp- setningu á leikverkinu Hávamál sem frumsýnt var í Tjarnarbíói síðastliðinn fimmtudag sem hluti af Listahátíð í Reykjavík. Fimmtán ár eru síðan leikhópurinn sýndi Völu- spá á sömu hátíð og nú snúa þau sér aftur að hinum kynngimagnaða hugmyndaheimi goðafræðinnar. Á ónefndu fjalli rís voldugt tré upp úr jörðu; Askur Yggdrasils, miðpunktur heimsins og uppspretta óendanlegrar visku. Mæðgur, týnd- ar á ferðalagi sínu, leita að leiðinni heim, rekast á dularfullan mann sem er allir og enginn í senn, kall- aður mörgum nöfnum og býr yfir ýmsum klækjabrögðum. En er honum treystandi? Verkið er unnið upp úr endurort- um texta Þórarins Eldjárn en hann gaf út fallega bók, myndskreytta af Kristínu Rögnu Gunnarsdótt- ur, árið 2011 þar sem Gestaþáttur Hávamála var færður á nútíma- legra mál. Skilaboð þessa rómaða og frægasta þáttar ljóðabálksins grundvallast á mannlegri tilvist og þeim lexíum sem læra má af henni. Lærdómsríkur og fallegur texti sem er við hæfi allra aldurs- hópa, svo mikið er alveg ljóst. En þrátt fyrir gífurlega frjóan jarðveg byrja sprungur fljótlega að koma í ljós í þessari sýningu. Spyrja má til hvaða áhorfendahóps leikverkið talar en samkvæmt aug- lýsingum er það ætlað áhorfend- um tíu ára og eldri. Eitt af grunn- vandamálunum sýningarinnar liggur í sjálfu leikhandritinu, sem er afskaplega dapurt, og hvernig framvindan er útskýrð. Mæðgurn- ar fara í þetta frækna ferðalag upp á heiði svo að dóttirin geti sannað útileguhæfileika sína fyrir móður sinni því hana langar á Hróars- keldu hátíðina í Danmörku með vinum sínum. Raunsæi er klárlega einungis einn angi sviðslista en einhverja vitsmunalega og tilfinningalega tengingu verða áhorfendurnir að hafa í verkum líkt og þessu svo að persónur þess og ákvarðanir þeirra verði trúanlegar. Ekkert gefur til kynna í heimi Hávamála né okkar að sextán ára unglingsstelpa sé lík- leg til að fá leyfi móður sinnar til að fara ein á Hróarskeldu, hvað þá að vinir hennar hafi fengið leyfi og jafnvel að Hróarskelda sé í tísku hjá unglingum nú til dags. Þetta er bara dæmi um þá fjöl- mörgu galla handritsins sem rétt hangir saman á Hávamálum en þau eru saumuð inn í ofureinfaldan söguþráð, sem skortir algjörlega innra samræmi, líkt og síendurtek- in predikunarpása. Atvik í sögunni virðast vera leikrænar afsakanir til að koma skilaboðum Hávamála á framfæri frekar en reynslusaga tveggja manneskja. Engin tenging er á milli persónanna, engin til- finningaleg þróun á sér stað og í raun er enga niðurstöðu að finna heldur. Pétur Eggerz leikur hinn leyndar dómsfulla gestgjafa mæðgnanna en er ósannfærandi að mestu þrátt fyrir ýmis skrípalæti. Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir hafa sáralítið að gera nema bregðast við trúðalátum og yfirlýsingum huldumannsins. Alla snerpu skortir í leikstjórn- ina sem er í höndum Torkild Linde- bjerg og sviðið er illa nýtt en stór hluti atburðarásarinnar fer fram á takmörkuðum hluta þess. Sviðs- lausnir eru af allra ódýrustu gerð og ekkert uppbrot sjáanlegt í fram- setningunni. Leikmyndina skapar Rósa Sigrún Jónsdóttir en hún er ágæt í sinni litadýrð þrátt fyrir að vera ansi flöt og búningar Cather- ine Giacomini eru frekar ófrum- legir. Svipaða sögu má segja um tónlistina og lýsinguna, engar eftir minnilegar áherslur eða skýr höfundareinkenni að sjá heldur eingöngu einfaldan og yfirborðs- kenndan ramma utan um meingall- að handrit. Sviðsverk ætluð börnum hafa verið í miklum blóma á síðustu misserum og mörg þeirra verið virkilega góð en Hávamál skortir allan metnað, orku og gleði. Verk sem telja ekki lengra en þrjú kort- er geta haft gífurlegan sprengi- kraft en hér er sleginn sami þrótt- litli takturinn frá upphafi til enda. Möguleikhúsið á að gera miklu betur heldur en þetta miðað við reynslu leikhópsins og gæði efni- viðarins. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Möguleikhúsið missir marks í daufri og ófrumlegri sýningu. Andleysi við miðju jarðar MÖGULEIKHÚSIÐ Leikararnir Alda Arnardóttir, Pétur Eggerz og Anna Brynja Baldurs dóttir mynda leikhópinn í leikverkinu Hávamál. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÆKUR ★★★★ ★ Blóð í snjónum Höfundur: Jo Nesbø ÞÝÐING: BJARNI GUNNARSSON JPV ÚTGÁFA 2015 192 BLAÐSÍÐUR Ólafur er afgreiðslumað- ur. Hann afgreiðir fólk. Það segir hann móður sinni en sleppir því reyndar að segja henni að það geri hann fyrir fullt og allt. Nýjasta skáldsaga Jo Nesbø, Blóð í snjónum, er sögð frá sjónarhorni Ólafs. Leigumorðingja með gott hjarta- lag. Svona miðað við aðstæður. Ólafur fær samúð lesand- ans, hann er söguhetj- an, tekur málstað lítilmagnans og er lítilmagni sjálfur. Jo Nesbø vísar í Vesalingana eftir Victor Hugo, uppáhaldsbók Ólafs, og leyf- ir vonlausri rómantík að smita frá- sögnina allt til enda og tekst vel upp. Hann vísar líka í norræna kon- unga, drottnara sem taka sér vald til að drepa og jafnvel saklausa snjókarla úr vinsælli teiknimynd fyrir börn. Bókin er fimlega skrifuð frá upphafi til enda og lituð sterkum lýsingum á umhverfi og minninga- brotum úr lífi Ólafs sem fléttast við söguframvinduna með snjöll- um hætti. Lýsingar á blóði og leikur að andstæðum frosts og líkamshita, tómhyggju og ástarþrá eru eftir- minnilegar og sér í lagi sterk myndgerving rithöfundar á bæl- ingu Ólafs, snjókarl úr blóði. Stundum læðist að grunur um að sagan um Ólaf hafi fæðst í undirbúningi ann- arrar skáldsögu, í tilraun höfund- ar til að setja sig í spor illmennis- ins. En það er ekki verra. Einbeitingin er áþreifanleg. Skáldsagan er líka leikur að stíl og Nesbø nýtur þess að tefla fram mynd- rænum lýsingum í anda noir-kvikmynda. Þar má helst tefla fram tálkvendinu sem fell- ir hann. Eftirminnileg bomba sem undirstrik- ar frostið og kuldann með hvítu litarafti. Aðrar konur í lífi Ólafs, móðirin sem getur ekki veitt honum ást og fatlaða konan sem hann fer á mis við eru áhrifamiklir drifkraftar í lífi hans þrátt fyrir að megna ekki að bjarga honum eða elska enda er þrá lítilmagnans eftir frelsi og ást blekking ein og ekkert Disney- ævintýri. Kristjana Guðbrandsdóttir NIÐURSTAÐA: Fimlega skrifuð bók, lituð sterkum lýsingum sem fléttast við söguframvinduna með snjöllum hætti. Ein eftirminnilegasta skáldsaga Jo Nesbø. Snjókarl úr blóði SRI LANKA PARADÍSAREYJAN 3. - 16. NÓVEMBER Verð kr. 549.900.- Innifalið í verði: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, íslenskur fararstjóri og allar ferðir. Hrífandi náttúra, einstök menning og fjölbreytt dýralíf sem eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi. Við kynnumst framandi og heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum. LIFÐU í NÚLLINU! Til hvers að flækja hlutina? 365.is | Sími 1817 MENNING 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 3 -6 5 2 C 1 6 3 3 -6 3 F 0 1 6 3 3 -6 2 B 4 1 6 3 3 -6 1 7 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.