Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 9
Bernskuminningar lagt á galdurinn, einkum í Heimsljósi; Þorsteinn frá Hamri skapar sér ævin- týraveröld úr gömlum bókmenntaminnum sem hann reynir að máta við samtím- ann í skáldsögum sínum; svona bækur hefur Thor Vilhjálmsson skrifað. Hin tegundin er harkalegt andsvar við þessu, fullkomin afneitun hinnar listrænu blekkingar, snúningur viðtekinna fegurðarmiða. Þar er nostur við ógeð og áhersla á heimskulegt raus. Textinn er ekki syndandi uppi á eigin himni heldur skríðandi um moldina þar sem undrið glitrar hvorki né grær. Markmiðið er ekki að hrífa inn í drauminn heldur rífa í lesandann svo hann vakni, og verði skyggn- ari á ömurleikann í kringum sig; kannski bregst hann við því — kannski sér hann þá fyrst fegurð himinsins. Aðferðin felst í því að afhlaða orðin, svipta burt galdradulunni, byggja upp stemmningu og rífa hana aftur niður, gera fjálg- leikann hlægilegan, vinna markvisst með klisjur. Steinar Sigurjónsson, Guðberg- ur Bergsson. Beri menn saman í þessu sambandi Þingvallakaflann í Vefaranum mikla frá Kasmír milli Diljár og Steins Elliða, og svo aftur skilnaðarstund Gísla skálds og Unnar Ey í Tómasi Jónssyni metsölubók. Er þá Guðbergur Bergsson faðir íslenska nýraunsæisins? Reyndar ekki. En ég er ekki viss um að áhrif hans á bókmenntir síðustu tveggja áratuga hafi verið rétt metin, áhrif hans á bækur þeirrar kynslóðar eftirstríðsáranna sem gleypti TJM í sig í menntaskóla. Yfirleitt er ég ekki frá því að það kunni að dýpka skilning okkar á þróun skáldsagnanna síðustu ár að sparka niður þessum hefðbundnu girðingum sem við höfum hróflað upp milli raunsæismanna og módernista — þarna á milli hlýtur að vera miklu meiri víxlverkan en menn hafa viljað vera láta. Hví ekki að skipta rithöfundum frekar í sefjunarmenn og afhjúpunarsinna? Og láta þá meginandstæðu ná allt aftur til Þórbergs versus Laxness? Annars vegar siðferðisleg tortryggni í garð sjálfra bókmenntanna, hins vegar traust á mætti orðanna. Guðbergur var í það minnsta búinn að afhlaða tungumál skáldskapar- ins á árunum kringum 1970, búinn að vega með öflugum hætti að sefjunarskól- anum — hann er sá höfundur íslenskur sem hvað ofsafengnast hefur rifið sig frá stílbrögðum Halldórs Laxness. Persónusköpun Guðbergs — ef um slíkt er yfirleitt að ræða í bókum hans — var hins vegar með þeim hætti að ungir höfundar sem vildu skrifa við alþýðuskap gátu ekki með nokkru móti tamið sér hana, né heldur eilífar barsmíðar á söguþræðinum. En hann ruddi brautina ásamt Steinari fyrir þá sem vildu skrifa texta sem hvorki væri upphafinn né ljóðrænn. Nýraunsæismenn voru þannig ekki sefjunarmenn — en heldur ekki afhjúpunarsinnar. Þeir veltu einfaldlega tungumálinu lítið fyrir sér. Allt þetta tal mitt er einn langur útúrdúr. Við skulum staulast uppúr móunum og snúa okkur aftur að bernskuminningatalinu. Niðurstaðan var sú að hugsast gæti að sumir ungir karlhöfundar byggðu ef til vill að einhverju leyti á vissum þáttum úr einangruðum atvikum sem fyrir þá eða einhverja aðra úr nánasta bernskuumhverfi þeirra hefði borið og ynnu úr því samkvæmt lögmálum gleymskunnar. Eg sting upp á að þetta skipti ekki máli. Umræða um skáldskap á ekki að snúast um efnivið hans og hugsanleg aðföng: við höfum vonda reynslu 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.