Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 37
Reyfarahöfundurinn Dostojevskí en ofsagt ( Eða þá Halldór Laxness, svo dæmi sé tekið úr næsta umhverfi, — hann segir í Brekkukotsannál að Dostojevskí minni helst á mann sem hefur misst niður heilmikið af tjöru, sem síðan flæðir stjórnlaust út um allt). Snemma beygðist að þessu krókurinn. Þegar Dostojevskí var að byrja að skrifa þýddi hann skáldsöguna Eugenie Grandet eftir Balzac á rússnesku. Balzac er betur þekktur fyrir annað en hófsemi í stíl, en Dostojevskí hinum unga finnst hann ekki gera nóg að og breytir og bætir við í þýðingunni. Nefnum til dæmis þessa setningu hér: „þetta voru skuggaleg húsakynni ásýndum, dapurleg eins og forn klaustur, eins og villtar rústir, eins og þurrar, ófrjóar og naktar sléttur." I þessari klausu úr þýðingunni eru orðin skuggaleg, forn, villtar, ófrjóar og naktar öll komin frá Dostojevskí sjálfum. Gennadí Pospelov, sem hefur skoðað grannt þessa þýðingu, kemst svo að orði: „Hann lætur hetjur skáldsögunnar þola vítisþjáningar þegar Balzac lætur þær blátt áfram þjást, þær eru gripnar ofsahrifningu þegar þær gleðjast, þær eru steini lostnar í staðinn fyrir að undrast, þær æpa en tala ekki, úthella táraflóði en gráta ekki, þýðandinn lætur hjarta þeirra krauma þegar það slær hjá Balzac.“ Þessi sama hneigð elti svo Dostojevskí inn í hans eigin verk, þótt það sjáist ekki alltaf ótvírætt á þýðingum. Nútímaþýðarar sumir hverjir telja sér nefnilega skylt að bæta aðeins fyrir smekkleysið í karlinum. Hvers vegna lætur Dostojevskí öllum þessum illu látum? Sumpart var að því vikið áður. Þess var getið, að margt í stíl og mannskilningi rómantískra tíma og þá um leið reyfarahöfunda um og upp úr aldamótunum 1800 hafi fallið betur að „skapandi persónuleika" Dosto- jevskís en þau úrræði sem landar hans og grannar í bókmenntum kusu að nota um sama leyti. Hann trúði á hinn sjaldgæfa mann, á hinar stóru stundir í lífi einstaklings og þjóða, þegar öllu er til hætt. Þar taldi hann sig finna merkilegan sannleika um þann mann sem „er of víður", sem of mikið rúmast í af furðulegum og grimmum þverstæðum, syndum og glæpum. Allt tengist þetta svo trúarvitund hans, trú á opinberun og innblástur — „í innblástursham sér skáldið guð“, segir hann á einum stað, rétt eins og hann væri staddur í rómantíkinni miðri. Æfisaga hans, persónuleg reynsla hans, stefnir honum í sömu átt. Hann hafði einu sinni verið dæmdur til dauða og hann var flogaveikur. I öllum lengri sögum sínum víkur hann að þeirri frá- bæru hugljómun sem fylgir þessari reynslu — hinn flogaveiki og hinn dauðadæmdi sjá skýrt í marga heima, öll þeirra fyrri reynsla þjappast saman í eina sýn, óbærilega sterka og fagra. Og því þá ekki að reyna að feta í þeirra fótspor, endurskapa þetta ástand hins fullkomna næmis? Og vitanlega varð Dostojevskí líka fyrir áhrifum af því sem hann las. Eins og margir aðrir merkishöfundar nítjándu aldar var hann alinn upp á hroll- 163
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.