Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 42
Tímarit Máls og menningar ekki frekar en höndin á mér, sjáið þið, þegar ég rétti hana svona fram! Skál í botn!“ Sígarettureykurinn, bláleitur sem dagrenning, liðaðist upp í geisla morgunsólarinnar sem skein skáhallt inn í klefann eins og inn í grafhýsi heilags manns á gömlu málverki. Sá dæmdi finnur að reykurinn, þessi ljúfa blekking, er að slá hann út af laginu, hrista upp í honum, líkt og fjarlægur lúðrahljómur sem berst yfir sléttu, og skyndilega grýtir hann sígarettunni í gólfið og kremur hana undir sporalausum hæl hermannastígvélsins. „Eg er tilbúinn, herrar mínir.“ Setningin var beinskeytt, hvöss sem skipun, nakin og köld sem brugðið sverð, hann lagði sig fram við að segja hana eins og lykilorð, blæbrigðalaust; líkt og maður sem segir að loknu nætursumbli: „Verið þið sælir, herrar mínir.“ En honum fannst hann fráleitt hafa verið að segja eitthvað eftirminnilegt. Rödd hans hafði verið ákveðin og hvell, orðin skýrt fram borin, setningin stutt, en um leið hálf mátt- laus og brostin. Frá því að móðir hans heimsótti hann í fangelsið hafði hann gert sér ljóst, þótt enn væri veik von að úr rættist, að líf hans væri einungis leikfang í höndum manna sem voru allt að því eins valdamiklir og guðirnir. Hún stóð frammi fyrir honum, þrekvaxin, sterkleg, með þunna blæju fyrir andlitinu. Þessi skapmikla kona, íklædd kjól sem skrjáfaði í þótt hún stæði grafkyrr og með barðastóran hatt á höfðinu, fyllti algerlega út í klefann. Hún afþakkaði trékoll sem hermaður bauð henni að tylla sér á, en slíkur heiður hafði eflaust engum hlotnast fram til þessa, og hún lét sem hún sæi ekki trékollinn sem stóð þarna umkomulaus og ræfilslegur hjá viðamiklum skrúðanum sem hún bar. Hún stóð upprétt allan heimsóknartímann. Hún ávarpaði hann á frönsku til að sneiða hjá hnýsnum eyrum liðsforingjans, en hann hélt sig í kurteislegri fjarlægð með sverð reitt um öxl, staða sem fremur var hugsuð sem heiðursvottur við aðalskonuna (hún var af jafn rót- grónum aðalsættum og keisarinn sjálfur), en sem viðvörun eða ógnun við hina stoltu konu sem heiðraði fangelsi keisarans með nærveru sinni. „Eg ætla að grátbiðja þá,“ hvíslaði hún. „Eg er tilbúinn að deyja, móðir,“ sagði hann. Hún greip hvasst fram í fyrir honum, ef til vill óþarflega hvasst. 168
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.