Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 55
Jónas Hallgrímsson Mig langar alltaf til að gráta, þegar mér koma í hug lok Gunnarshólma, hryggðin er svo yfirþyrmandi, mollhljómurinn svo undradjúpur. Eina líknin er græni hólminn hans Gunnars, sem Jónasi varð að tákni óbifan- legrar ættjarðarástar. Mörg skáld hafa tekið sér yrkisefni úr Njálssögu, bæði fyrr og síðar, og margt hefur að vísu verið vel gert á þeim vettvangi, en vandasamt mun það ætíð hafa verið að nálgast smiðju hins forna snillings, sem söguna skráði. Eg voga naumast að segja það, en oft hef eg hugleitt hvort Gunnarshólmi myndi ekki vera eina verkið, orkt út af Njáluefni, sem stæði sögunni fyllilega jafnfætis að listgildi. Allt öðruvísi verk, ólíkt að formi og í öðrum anda, styðst þó við söguna, en stendur ekki í skugga hennar vegna þess að það er sjálft gætt skáldlegum þrótti, á sinn hátt engu síður en hún. Hvað er sönn list? Hvar er hinn hreini tónn, sem Nóbelskáld okkar talar um? Hvað er það til dæmis í hinum látlausu og lágværu hendingum Jónasar um gullin hans fallegu, sem hann var búinn að týna, sem lyftir orðum hans í æðra veldi og gerir þau ógleymanleg? Hér er ekki um nein stílbrögð að ræða, aðeins almenn orð um staðreynd sem flestir þekkja. Eða hafa ekki flestir einhverntíma átt sín barnagull og glatað þeim? Og er ekki margt frá heimi bernskunnar, sem brotnar og týnist og finnst ekki meir? Og það er eins og orð skáldsins færi með sér bylgju af djúpum trega, svo djúpum og sárum að honum verði ekki lýst með neinum öðrum orðum en þessum: Fyrrum átti eg falleg gull, nú er eg búinn að brjóta og týna. Þetta segir allt. Og þó er hið litla ljóð „Um hana systur mína“ svo undur ljúft og barnalegt, en í hógværð sinni er það gætt hinum óútskýranlega mætti hreinnar listar. Fyrir nokkru heyrði eg kvæðið Óhræsið lesið í útvarp, en það var einmitt eitt þeirra kvæða, sem mér þótti hvað mest í varið þegar eg var barn. Og þó að eg hefði kunnað það lengi, fór eg að hlusta og reyndi að fylgjast vel með. Það birtist mér enn á ný, hið ljúfa ljóð í allri sinni harmrænu fegurð, og það rann upp fyrir mér að eiginlega væri þetta dramatískt verk, lítill sorglegur einþáttungur. Sviðið íslensk heiði, drifin mjöll, skafrenningur. Allt ljóslif- andi, rjúpan, valurinn, sauðkindin, sem krafsar ofan af lynginu, eltingaleik- urinn upp á líf og dauða, sem berst ofan í sveitina. Dalabærinn, jafnvel rakk- arnir, sem geltu að hlakkandi valnum og rjúpunni, sem í nafni hins hæsta fékk smeygt sér inn í bæinn og loks konan í dalnum, fulltrúi mannsins, og 181
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.