Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 106
Tímarit Máls og menningar En lesandi lætur aftur bókina og leggur hana frá sér, gengur út og gubbar. Ef hún er nógu vel skrifuð. Og ég held hún sé að koma til, eða öllu heldur: komin til ef þú ert búinn að ráða fram úr mömmu. Er þetta skiljanlegt? Og þó að það sé skiljanlegt — er það þá rétt? Þitt að skera úr því. En sagan á að vekja hroll, ekki vegna eins eða annars sem kemur fyrir Stebba heldur þess sem verður úr honum. Af því að honum tekst svo vel það sem til er ætlast af honum: „að verða að manni“. Réttur hrollur á réttum stað: þá er sagan orðin góð. Er hún ekki alveg að verða það? Meðal annarra orða: Ojsen bara, er það nafn á bók? Ænei. Bestu kveðjur, Ólafur Innskot 1987 Um sumarið gekk bókin í gegnum hvorki meira né minna en full 9 handrit til viðbótar þeim þremur sem þegar lágu fyrir, í ofanálag við uppkastið sem ekki taldi minna en 1.500 síður. Nokkrir þættir hurfu algjörlega í nið- urskurði. Sem betur fer. Bókin styttist um einar 40—50 síður frá fyrstu gerð. Um líkt leyti var bókarheitið Gælunafnið fellt niður að tillögu útgefanda og mér datt Ljóstollur í hug. Minnir satt að segja að mér hafi fundist það fallegt úrelt nafn sem gott væri að reyna að glæða nýju lífi. Einstaka manni tókst samt síðar að lesa í það subbuskap mér til mikillar furðu. Ég vissi að endingu hvorki í þennan heim né annan því nú nálgaðist út- gáfudagur. Við drepum niður í bréf til Jóhanns Páls í júní 1980. Kaupmannahöfn 6. júní 1980 Kæri Jóhann! Ég fer sennilega að gera þig gráhærðan. Ég er búinn að liggja andvaka og í svitabaði yfir breytingum mínum á 29. kafla í próförk. Eg held að það sé alveg sama hvernig ég reyni að fara í kringum það: Endir bókarinnar er falskur svona: þ. e. a. s. Stefán lendir í sínum fyrstu slagsmálum í kafla 27 og aðeins tveim blaðsíðum aftar er hann orðinn harðsvíraður nauðgari. Við verðum að sleppa þessari nauðgun og láta okkur nægja það að hann vinni Hangikjötið í slag, segi sína fyrstu klámsögu, og endi á því að lyfta mót- 232
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.