Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 125
irbúin er í öðru erindinu: árnar glöptust aldrei til sjávar. Ef litið er á mynd ljóðs- ins þá er allt kyrrt, lífvana, en kyrrð myndarinnar er raskað rétt mátulega með því að kirsuberjasteinarnir eru látn- ir spýtast; myndin er aukinheldur gráleit (lífvana mölin, árfarvegurinn, áin, sjór- inn), en þessi grámi er brotinn upp með rauðum punkti (eða punktum), blóð- raubum kirsuberjunum. I fleiri ljóðum er skær litur notaður á svipaðan hátt á litlausan eða gráan bakgrunn (s. 17, 19), en annars eru það ekki litir sem ein- kenna myndir þessarar bókar. Hún er hins vegar full af hlutum og fyrirbærum af ýmsu tagi sem eru nefnd en ekki lýst, og öllu ægir saman, heimur bókarinnar verður þannig að vissu leyti heimur óskapa, kaos. Slíkur heimur er raunar viðfangsefni bókarinnar, það er bæði sá heimur sem snýr að mönnunum, en líka, og kannski fyrst og fremst, innri heimur mannsins, hvers einstaklings, eða Mannsins, allra manna. En á hinn bóg- inn hafa þessir hlutir og fyrirbæri vita- skuld sínu hlutverki að gegna hver um sig í tjáningu hvers ljóðs. Þessi bók er að mörgu leyti á léttari nótum en fyrri bækur Geirlaugs þótt knappt og strangt form hleypi manni ef til vill ekki strax inn í hana; ég naut hennar takmarkað við fyrsta lestur en síðar æ betur eftir því sem ég hef rýnt meir í hana. En hún er bæði litríkari og meiri gáski í henni: „. . . sól á bláum himni / fífill í dökkri mold / glettust við grænjaxla" (s. 13), „. . . en birtist ekki pósturinn / glenntur á gulu hjóli . . .“ (s. 17), „ótal túngl / óðu berfætt / í skýbrot- um / kysstust / föðmuðust. . .“ (s. 32), „. . . sólin / stekkur heljarstökk . . .“ (s. 35), — og áfram mætti halda að klippa út svona dæmi. En það er vert að undan- skilja ekki að hér er oft aðeins um að Umsagnir um bœkur ræða aðra hlið á kaldhæðni eða samspili gáska og geigs eða ádeilu eða einhvers nöturleika. Það má segja að í þessari bók sé haldið áfram þar sem frá var horfið í hinum fyrri: þó feti speglabrautir gángstéttanna felast víða flóttaleiðir ráðgóður að skjóta sér fyrir horn orða þagna tilfinnínga í fáng lángtaðkeyptra skoðana (s. 75) Yfirborðsmennska, fals og firring og hinn kaotíski heimur mannsins sem ég vék að áðan felast líkast til hvað í öðru, en þessi ósköp eru þó vísast ekki bundin forlögum eða grunneðli heimsins, að minnsta kosti virðist tilvinnandi að deila á þau. Eg ætla ekki að fara nánar út í heimspeki eða boðskap þessarar bókar, enda er hún sjaldan sett fram beinum orðum, heldur frekar, eins og kannski vera ber í ljóði, með því að draga upp myndir og vekja kenndir. I Fátt af einum leggur Geirlaugur meiri áherslu á formið en í fyrri bókum, þótt augljóst sé að í þeim hneigist form- ið mjög í átt til þess sem hér er. Þetta form virðist líka eiga mjög vel við þann anda sem er í þessum bókum. Kald- hæðninni, ádeilunni og utangarðsat- hugasemdunum hæfir vel knappt form. I stað nákvæmra útlistana er frekar eitt- hvað undanskilið, og það skapar óör- yggi. Hins vegar eru endunekningar og hliðstæður tíðar: 251
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.