Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 37
Að eignast líf
efni. í leikslok hyggst Lára taka á sig rögg og sinna Öldu, geðveikri dóttur
sinni, og sauma á hana sumarkjól. Þegar hún er í þann veginn að byrja að sníða
efnið heyrist óp frá Öldu. Gunnar, hinn vonlausi sambýlismaður Láru, hefur
snúið aftur og ætlar enn að fá vilja sínum framgengt við stúlkuna. í ofboði eða
ógáti (það er ekki sýnt) verður Lára völd að dauða Gunnars er hún rekur skærin í
hann. Þegar hann er dauður vaknar fýrsta áþreifanlega vonin um að Öldu kunni
að batna, því hún ávarpar móður sína í fyrsta sinn í leiknum. Lára hefur sniðið
von handa Öldu með því að sneiða „friðilinn" af lífi sínu, manninn sem hún bar
einungis girnd til en ekki ást og stóð í vegi fyrir lífshamingju heimilisins. Þetta
virðist mér einfaldlega segjaokkurþað, sem Birgirorðar í öllum verkum sínum,
að við verðum að sníða af okkur sjálfselskuna, sérgæskuna og þóttann til að geta
elskað náungann.
Með Grastnaðki og Degi vonar virðist Birgir hafa náð góðu jafnvægi milli til-
finningahita erindisins og tjáningarleiðanna. Hið raunsæilega yfirbragð verk-
anna hefur reyndar villt mönnum sýn að innsta boðskap, þar sem expressjónísk
tjáning kennda og snjöll notkun hvunndagslegra tákna hafa fallið svo haganlega
og áreynslulítið að atburðarásinni. Menn hafa talið að hér væri hrein og ómeng-
uð veruleikaskráning á ferðinni og notið hennar sem slíkrar, en jafnframt ekki
getað skilið eða fellt sig við að dauði kveiki von eins og gerist í hreinræktuðum
harmleik.
1 Tilvitnanir í Birgi Sigurðsson eru úr samtölum greinarhöfundar við hann.
2 Á jörð ertu kominn. Gefið út á kostnað höfundar. Ártal vantar.
3 Björn Pálsson: „Skáld?" Stúdentablaðið 1969. 1. tbÍ., bls. 3, 7.
4 Leikfélag Reykjavíkur 1974.
5 Leikfélag Reykjavíkur 1977. Útg.: Lystraninginn 1978.
6 Þjóðleikhúsið 1983. Útg.: Iðunn 1983.
7 Leikfélag Reykjavíkur 1987. Útg.: Mál og menning 1987.
8 Grasmaðkur bls. 92-3.
299