Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 81
Þróun skáldsögunnar í Frakklandi frá 1880 til 1960 neita að bera á'byrgð á heiminum, og það hlýtur að skemma heiminn og þar með mann sjálfan. Sartre fordæmir harkalega í stefnuskrá sinni alla rithöfunda sem lifa eingöngu fyrir listina: „Ég segi að Flaubert og Goncourt séu ábyrgir fyrir drápinu sem fylgdi Parísarkommúnunni af því að þeir skrifuðu ekki eina línu til að koma í veg fyrir hana.“18) Sartre mælir með því að rithöfundar taki opinbera afstöðu til mála líkt og Emile Zola gerði í Dreyfusarmálinu. Listin og merkis- berar hennar verða að nýtast í þágu leitarinnar að frelsinu. Áhrif Sartre og kenninga hans voru gífurleg, að minnsta kosti á yfirborðinu. Existensíalisminn var allsráðandi í bókmenntaheimi Parísarborgar, eins konar tíska á árunum í kringum 1950 (Boris Vian gerði skemmtilega grín að fýrirbær- inu í bók sinni L’Ecume des jours sem út kom árið 1947). Sartre varð bókmennta- páfi sem hafði geysileg pólitísk umsvif. Smám saman varð hann eins konar opin- ber starfsmaður frelsisins. Hann barðist gegn nýlendustefnu Frakka bæði í Indó- kína og síðar í Alsír, var ákafur andstæðingur De Gaulle og klykkti út með því að hafna Nóbelsverðlaununum sem hann taldi of pólitískt tengd hinum vest- ræna heimi (1964). Sartre var einlægur í andófi sínu, hann hefur sennilega átt sér þann draum að njóta virðingar alþýðu líkt og Voltaire á 18. öld og Hugo á þeirri 19., en til þess voru pólitískar skoðanir hans of mikið á reiki og hann hafði ekki þá leiðtogahæfileika sem þurfti. Líka verður að segjast að borgarastéttin lét ekk- ert tækifæri ónotað til að úthúða þessu afstyrmi sem hún hafði getið af sér. Sartre hafði ákveðnar hugmyndir um skáldsagnagerð sem og annað. í frægri grein sem hann skrifaði árið 1939 ásakar hann Franqois Mauriac fyrir að haga sér eins og Guð þegar hann sé að lýsa Thérése Desqueyroux, hann viti allt, skilji allt og sjái allt og ráðskist með persónur eftir geðþótta.191 Sjálfur vildi Sartre að les- andi gengi inn í vitund hverrar persónu fyrir sig, höfundur lýsti þeim utan fráog reyndi ekki að skýra þeirra innri heim, heldur léti lesanda það eftir.20) Hann hófst handa við að semja bókaflokk sem bar heitið Les Chemins de la liberté (Leiðin til frelsisins 1945—1949), og átti í fjórum bindum að sýna hvernig aðalpersónan Mathieu skapaði sér sitt eigið frelsi. Sartre tók sér hér til fyrirmyndar stíl amer- íska rithöfundarins Dos Passos, og lagði galvaskur af stað út á ritvöllinn. Hann reyndi að segja margar sögur í einu og frá sjónarhóli mismunandi persóna. En hann gafst upp á miðri leið, bindin urðu aðeins þrjú, og teljast þessar þrjár bæk- ur vera með því versta sem hann skrifaði. Þetta sýndi svo ekki varð um villst að ekki var hægt að ákveða allt í einu að skrifa skáldsögu bara til að sýna fram á eitt- hvað sérstakt. Reyndar voru verk flestra sem kenndu sig við tilvistarstefnuna ekki svo frábrugðin gömlu raunsæisskáldsögunum hvað efnistök snerti, þó ætl- unin hefði verið önnur. Albert Camus (1913—1960) hefur lengst af verið bendlaður við tilvistarstefn- una. En hann var fyrst og fremst rithöfúndur, listamaður, ekki heimspekingur eins og Sartre. Frásagnartækni og stíll hans í L’Etranger hafði vakið mikla at- 343
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.