Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 36
Tímarit Máls og menningar Bókmenntirnar urðu á stríðsárunum samstilltur kór með miklu sterkari og náttúrulegri rökum en áður. Vitanlega var ritskoðun ströng, en þegar „föðurlandið er í hættu“ sætta menn sig betur við þann kross en ella. Allir sem vettlingi gátu valdið skrifuðu sögur um ógnir og hetjuskap stríðsins, ortu harmljóð og hvatningaljóð og ástarkveðjur til þeirra sem heima sátu. Bestu skáld lögðu þjóðinni til söngtexta sem allir fóru með, bæði um „þjóðarheift sem ólgar eins og hafið“ og hermanninn sem skrifar elskunni sinni: „Bíð þú mín og ég kem aftur.“ Eftir tíu ára hlé kemur árið 1943 út ljóðakver eftir Pasternak þar sem hann segir (í „Dirfsku“) „nafnlausum hetjum umsetinna borga“ að ykkar dáð er orðum æðri. Og í „Sigurvegaranum” talar hann um borgina Leníngrad, sem allur heimur dáist að eftir að hún rýfur umsátur hinna þýsku herja, sem kostaði mörg hundruð þúsund manns lífið: Allt sem er hugsað á himni og jörð hefur hún þolað og gjört. Margt af því sem skrifað var um stríðið var ekki ætlað til langlífis. En hugblær bókmenntanna varð einlægari og sannari en verið hafði um hríð og til urðu verk sem enn er vitnað til fyrir sakir vel bitastæðra lýsinga á hversdagsmanninum í eldraun stríðsins. Nefna má sögu Viktors Nekra- sovs, „I skotgröfum Stalíngrad" sem bregður upp á tilgerðarlausan hátt einkar trúverðugu safni persóna, og svo kvæðabálkinn um Vasilí Tjorkín eftir Alexandr Tvardovskí ( 1910-1971). Tjorkín er sá óbreytti hermaður sem allir kunna vel við, vegna þess að hann er kátur piltur sem segir mergj- aðar sögur, syngur angurværa söngva og sameinar heilbrigða skynsemi og barnslega hreinskiptni. Honum er stríðið eins og hvert annað strit, sem verður að vinna eins vel og unnt er, því að um líf og dauða er að tefla — og ekki meira um það. Það dró ekki úr vinsældum þessa bálks, að hann tekur mjög svip af svip af alþýðlegum sagnakvæðum og tækifærisvísum. Margir bjuggust við því, að sigurinn yfir Hitler mundi reynast að stríð- inu loknu góður áburður á vaxtarsprota frelsisins, hvort sem væri í þjóðlíf- inu yfirleitt eða á sviði bókmenntanna. Þær vonir rættust ekki. Pólitísk for- ysta landsins virtist engin úrræði önnur kunna en þvingun, eftirlit, refsing- ar til að píska þegnana áfram í uppbyggingarstarfi sem enginn efaðist um að mikil nauðsyn var að vinna. Enn á ný hófust pólitískar handtökur, þrengt var sem mest að samskiptum við útlönd sem komist höfðu á í stríð- 426
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.