Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 68
Tímarit Máls og menningar Skin og skúrir Enn er ekki farið fram á mikið. En lagt var upp í langa ferð sem enn stend- ur og mætti kenna við endurheimt veruleikans, landnám sem hefur það markmið að skera niður áhrifamátt boða og banna sem svo mjög höfðu þrengt kosti bókmenntanna. Sú þróun hefur alls ekki verið samfelld sigur- ganga. Hún hefur verið mjög háð því í reynd, hve langt pólitísk forysta landsins var tilbúin að ganga hverju sinni, ef til vill flóknu valdatafli í Kremlarhöllum, sem menn hafa enn í dag ekki fengið tækifæri til að skyggnast á bak við. Til dæmis að taka kallaði aðalritari Kommúnista- flokksins, Nikíta Khrúsjov, Dúdintsev „rógbera" um svipað leyti og hann sjálfur var að steypa Stalín og þar með opinberri sovéskri söguskoðun af stóli í frægri leyniræðu um „persónudýrkun" og saklaus fórnarlömb henn- ar. Khrúsjov tók og þátt í ofsóknahryðju gegn Boris Pasternak þegar hon- um voru veitt Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1958, nokkru eftir að skáld- saga hans um hrakfarir rússneskra menntamanna í byltingunni, „Doktor Zhivago", kom á prent á Vesturlöndum. En 1962 er það svo sá sami Khrú- sjov sem gefur leyfi til að bannhelgi sé rofin um þau mál sem viðkvæmust voru — þegar fangabúðasaga Alexanders Solzhenytsins, „Dagur í lífi Ivans Denísovítsj" birtist í tímaritinu Novyj mír. Enn skulu dæmi nefnd — árið 1968 er skollið á nýtt kuldakast í menningarmálum og þá er skáldsögu Sol- zhenytsins „Krabbadeildinni“ endanlega hafnað og nokkurnveginn ljóst að hann muni ekki fá verk sín birt framar í heimalandi sínu. En skömmu áður birtist í tímariti í Moskvu stórmerk ádrepufantasía eftir Mikhaíl Búlgakov, „Meistarinn og Margaríta" (kom út á íslensku árið 1981), sem beðið hafði í felum í meira en aldarfjórðung (höfundurinn lést 1940). Á næstliðnum ára- tug fjölgaði höfundum sem neyddir voru til að fara í útlegð, en á sömu ár- um eru þeir að skrifa margar sínar bestu „endurskoðunarskáldsögur" Júrí Trifonof, Vladimír Raspútín, Vasilí Shúkshin og Tsjingís Ajtmatov. Þessar sveiflur, sem algengt er að kenna við hlákur og frost, eiga sér þá skýringu fyrst og fremst, að allt fram á þennan dag hafa forystumenn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna ekki afsalað sér rétti eða réttara sagt valdi til að hlutast til um útgáfustefnu, ritskoðun og annað sem varðar líf bók- menntanna. Þeir hafa í mismunandi ríkum mæli gert sér grein fyrir því, að ekki væri mögulegt né heldur skynsamlegt að snúa aftur til tilskipana- og refsingatíma Stalíns. Þeir vita að það ber að forðast eftir megni að gera rit- höfunda að píslarvottum. Þeir vita að ef bókmenntirnar gegna ekki hlut- verki gagnrýnanda, ef skáld fá ekki að syngja hvert með sínu nefi, þá verða þær marklausar. En samt sem áður hafa þeir ekki viljað slá striki yfir „for- ystuhlutverk flokksins" á sviði bókmennta sem á öðrum sviðum, vilja eiga þess kost að ráða því, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. 458
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.