Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 73
Hláka, frosthörkur, endurskobun jafnvel siðlaust. Bækur hans eru vitanlega ekki skrifaðar í anda „sósíalísks raunsæis" en það er ekki úr vegi að líta svo á að þær eigi vel heima innan ramma „félagslegs raunsæis“. I þeim skilningi, að þær lýsa sigrum og ósigr- um einstaklinga sem ráðast mjög af félagslegri tilveru þeirra, hlutskipti þeirra í samfélaginu. En verk hans eru um leið laus við félagslega nauð- hyggju, enginn sem hefur brugðist því að vera manneskja fær þar að fela sig á bak við aðstæður og koma þaðan með sýknudóm höfundar — og les- anda. Hér koma vitanlega til sögu hin kristnu viðhorf til siðferðilegrar ábyrgðar einstaklingins, sem settu í vaxandi mæli svip á skrif Solzhenyts- ins. Og eins og síðar verður rakið hafa ýmsir sovéskir höfundar sem mest hefur verið í spunnið verið á svipuðum slóðum og Solzhenytsin, bæði að því er varðar bókmenntaaðferð og þungar áherslur á spurningar sem lúta að siðferðilegri ábyrgð hvers og eins. Munurinn er sá, að þeir fóru hvergi nærri eins langt inn á bannsvæði og hann og gátu því gefið út bækur sínar í Sovétríkjunum sjálfum — í skjóli þess takmarkaða málfrelsis sem Khrú- sjovstímarnir skildu eftir sig, þrátt fyrir allt. Mörgum hefur fundist undarlegt hve takmarkaðan áhuga Sovétmenn hafa sýnt spurningum sem varða módernisma, valdatöku ímyndunaraflsins, andskáldsögu og fleira þesslegt. A Vesturlöndum heyrðust þær raddir þeg- ar Solzhenytsin hlaut Nóbelsverðlaun árið 1970, að þar hefði Sænska aka- demían valið sér full „íhaldssaman" rithöfund. Þeir sem svo mæla átta sig ekki á hinni sterku rússnesku hefð, sem spyr rithöfunda fyrst að því hvort þeir þori og geti sagt sannleikann en lætur sig það miklu síður varða, hvort þeir sýni útsmoginn frumleika í listrænum galdri. Verkefnin sem veruleik- inn hefur stillt rússneskum höfundum upp fyrir hafa um margt verið önnur en t.a.m. á Vesturlöndum. Samt heyrðust raddir líka í Sovétríkjunum, sem spurðu eftir nýrri aðferð, sem hæfði betur öfgafullum samtíma. Til dæmis segir Andrei Sínjavskí (dæmdur fyrir „andsovésk" skrif árið 1966 og útlagi í Frakklandi frá 1973) í grein gegn kreddu sósíalrealismans, sem hann skrif- aði á sínum tíma fyrir Samízdat : „Nú um stundir set ég traust mitt á draumóralist, sem tekur fremur mið af tilgátu en tilgangi, list þar sem hið gróteska leysir af hólmi raunsæislega lýsingu hvunndagsleikans. Slík list mundi best hæfa anda okkar tíma. Megi hugarfóstur Hoffmanns og Dostojevskís, Goya, Chagalls og Maja- kovskís . . . kenna okkur að vera sannorð með aðstoð hins fáránlega og ímyndaða." Nokkrar tilraunir hafa að sönnu verið gerðar í þessa átt. En þar um ráða vafalaust mestu áhrif skáldsögunnar „Meistarinn og Margaríta" sem út kom árið 1967 og fellur ótrúlega vel að óskamynd Sínjavískís sem áðan var vitnað til. En eins og áður var getið, var útkoma þeirrar skáldsögu „upprisa 463
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.