Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 113
Þessi heimur mannlegra samskipta er ekki sælan einber. En hann sker sig úr, lýtur öðrum lögmálum en umheimur- inn, tímalaus, margbreytilegur, óræður: Síðan hefur ekkert til okkar spurzt, á þeim tímum var ekki spurt eftir neinum sem hvorki var nafn eða tala; líkið sem fannst var ekki af henni. (41) Þegar hér er komið minnir ýmislegt á ljóðin í Farvegum, fegurðardýrkunin, fjarstæður og óhöndlanleiki mannlegra samskipta, óglögg skil milli draums og veruleika. En munur þessara bóka er líka mikill. I Farvegum ríkir undir niðri sami uggur um farnað lífs og heims og hér: „Hvað sem öðru líður / þá sofum við ekki lengi vært á þessu fjalli / brátt loga svæflarnir“. En jafnhliða er viss bjartsýni ríkjandi, trú á umskipti, tíma nýrrar reynslu, nýrra drauma. Slíkrar bjartsýni sér hér lítinn stað. Þó að mót- vægi sé að finna í tímalausum ódáins- heimi skáldskaparins (Fagnað komu- manni) mega jafnvel skáldskapur og ímyndunarafl sín lítils, eins og sést á þeim ljóðum sem sækja minni sín til ævintýra. Sjöslæðudísin er ákölluð að halda áfram því hún verði að engu ef hún nemur staðar í mannheimi (Til- brigði við langa festi). Ljóðið Skírsla er skylt vissum kvæðum í Farvegum. Það hefur að geyma kunnuglegt ævintýra- minni, ferð gegnum vafurloga á ást- meyjarfund, og orðaval er rómantískt samkvæmt því: „Yfir djúpa spegla / er fari siglt / ... / með bjartan skjöld gegn veðrum“ (42). En farkosturinn er knúinn hugðarsegYi, förin á sér stað í hugskoti skáldsins, og loginn er villield- ur, en samt er hann ákallaður að daprast ekki né kulna. Riddari ljóðsins óttast að Umsagnir um bækur standa einn uppi á berangri, og hilling- arnar gufaðar upp. Saman við rómantísku kvæðin fléttast einnig hugleiðingar og efasemdir um eðli tilverunnar. Mörg þeirra ljóða eru mótuð af vonbrigðum, eftirsjá, jafnvel beiskju. Sá tónn er einnig ríkjandi í bókarlok þar sem þræðirnir eru fléttaðir saman. þar ber talsvert á ádeiluljóðum, og náttúrueyðing enn efst á baugi. I upphafsljóðunum var náttúran í for- grunni, hér setur skáldið sig í spor „meinguðanna" og miðlar þannig skammsýni, sjálfbirgingsskap og fárán- legum lífsháttum. En samhliða kemur skáldið fram sem fórnarlamb þessara sömu lífshátta, firrtur frá náttúrunni og sjálfum sér, ómegnugur að geta neinu breytt á eigin spýtur: Fáir dagar geta verið eins og þeim er sagt og nætur eru lítið betri. Ofundinn hlekkur leitar að sjálfum sér og uppsker grettur í trjánum. (43) Hér er skammt yfir í kaldhæðnina, og það er hún sem hljómar í lokin: undur blindgötunnar h'f þegar á allt er litið er líklega affarasælast að sleikja útum (49) Fram að síðasta ljóðinu. Þar lokast hringurinn með kyrri síðsumarsmynd undir sama nafni og hætti og upphafs- ljóðið. Fiðrildi flögra milli blóma, fræin hvarfla á hverfulli nótt, lífið heldur áfram og fegurð þess varir — enn um sinn. 503
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.